Afríka í hættu Ragnar Schram skrifar 26. mars 2020 07:30 COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar