Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Sara Lind Brynjólfsdóttir segir að slæm vinnuaðstaða og streita geti gert fólk útsettari fyrir því að gömul og ný vandamál taki sig upp í líkamanum. Vísir/Vilhelm Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is. Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is.
Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira