Þakklát fyrir að börnin voru ekki í bílnum þegar eldurinn kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 13:00 Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Berglind Guðmundsdóttir segist hafa brotnað niður í samtali sínu við slökkvilið á vettvangi í gær. Mynd úr einkasafni Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira