Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2020 15:03 Guðjón Skarphéðinsson var sýknaður árið 2018. Vísir Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira