Goðsögn LA Rams líkir nýja merki liðsins við typpi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 16:00 Los Angeles Rams goðsögnin Eric Dickerson tekur sjálfu með stuðningsmönnum félagsins. Getty/Alika Jenner NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020 NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020
NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Sjá meira