Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 07:37 Frá New York í Bandaríkjunum. Langstærstur hluti smita landsins hefur greinst í ríkinu. Vísir/Getty Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira