Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2020 11:57 Hjálpargögnunum frá Kína var hlaðið um borð í herbíla á flugvellinum í Getafe sem flytja þau áfram til hinna ýmsu Evrópuríkja. Mynd/Airbus Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum. Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma. Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus. Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum. Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína. Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Kína Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55 Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08 Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum. Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma. Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus. Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum. Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína. Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Kína Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55 Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08 Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55
Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08
Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11