Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 12:28 Flugvélar Air Greenland af gerðinni DASH 8-Q200 eru notaðar í flugið. Myndin er frá flugvellinum í Nuuk. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05