Covid-19 var fyrirsjáanlegur faraldur Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 30. mars 2020 13:00 Þegar Trump Bandaríkjaforseti sagði Covid-19 vera „ófyrirséð vandamál… enginn átti von á þessu,“ ranghvolfdu margir augunum því þetta er einfaldlega ekki rétt. Hefði einhver getaðspáð fyrir hvenær nákvæmlega næsti alþjóðafaraldur myndi eiga sér stað? Nei. Hefði einhver getað spáð fyrir hvar hann myndi byrja og hvert hann myndi dreifast og hvernig? Nei, líklega ekki. En smitsjúkdómafræðingar, þjóðaröryggisráðgjafar, sérfræðingar í heilbrigðis- og þróunarmálum hafa varað við því að það væri bara spurning um hvenær, ekki hvort slíkt gerist, - og hafa sagt að heimurinn væri ekki reiðubúinn til að takast á við þá stöðu. Með puttann á púlsinum „Við heiminum blasir bráð hætta á alvarlegum svæðisbundnum eða alþjóðlegum faraldri sem mun ekki einungis valda mörgum dauðsföllum, heldur setja hagkerfin í uppnám og skapa samfélagslega óreiðu." Þetta voru feitletruð varnarorð í skýrslunni Heimur í hættu, sem kom út í september síðastliðnum hjá Global Perparedness Monitoring Board (GPMB), sem er samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Alþjóðabankastofnana (e. World Bank Group). Þetta var líka umræðuefni Bill Gates í www.ted.com fyrirlestri frá 2015. Í október 2019 unnu svo Bill & Melinda Gates stofnunin og John Hopkins háskólinn með Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum) að því að undirbúa viðbrögð leiðtoga víða um heim við heimsfaraldri. Sett var á svið æfing fyrir slíkt neyðarástand og hægt var að fylgjast með á netinu. Á svipuðum tíma stóð Miðstöð um strategíu og alþjóðafræði fyrir hermiæfingu sem sýndi svipaðar niðurstöður. Svona mætti áfram telja. Tæki og aðferðir eru til staðar „Heimurinn er í hættu," segir í ofangreindri skýrslu, "en, sem heild, búum við yfir tækjunum og aðferðunum til að bjarga okkur og hagkerfum okkar. Það sem þarf er forysta og vilji til að taka afgerandi og samstíga ákvarðanir." Fleiri alþjóðlegar áskoranir eru á sjóndeilarhringnum. Skoðum stöðuna. Loftslagsváin, hröð hlýnun, bæði á Norður- og Suðurskautinu og súrnun hafs. Hvernig erum við að undirbúa íslenskt menntakerfi, atvinnulíf og samfélag fyrir það? Hverjir hafa þar leiðandi hlutverk? Netöryggismál eru annað dæmi sem þarfnast sérstakrar athygli núna þegar hagkerfi og tæknikerfi eru viðkvæmari en ella, vegna lamandi áhrifa Covid-19. Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og forysta úr opinberum og einkageira víða um heim vekja athygli á stórvægilegri rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika í vistkerfum heims, sem veldur því að geta jarðar til að endurnýja sig er að minnka, með ófyrirséðum afleiðingum. Heilbrigðiskerfi um allan heim eru í vanda stödd af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að þau standa ekki undir kostnaði eða ná ekki til allra íbúa. Svona mætti áfram telja. Global Risk Report 2020 sem Alþjóðaefnahagsráðið gaf út í janúar sl., stiklar á stóru í þessum efnum. Frjósamur jarðvegur Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að skapa vanmáttarkennd, heldur miklu frekar hvetja okkur til stórkostlegra verka. Heimurinn er breyttur og er að breytast. Það er staðreynd. Að finna okkur frjósaman farveg í nýjum heimi kallar á nýja hugsun, breytt viðskiptamódel og hagkerfi, markvisst samstarf þvert á ríki, geira og sérgreinar. Líkt og kemur fram í skýrslunni Heimur í hættu, sem ég vísa í hér í byrjun greinarinnar, búum við (heimurinn samanlagður) yfir tækni, aðferðum og þekkingu sem gerir það að verkum að við erum miklu undirbúnari fyrir þessar breytingar en við kannski ímyndum okkur. Til fyrirmyndar Það hvernig íslensk yfirvöld hafa haldið á spöðunum vegna Covid-19 er til fyrirmyndar. Almannavarnir og heilbrigðisþjónustan voru með plan. Ríkisstjórnin setti sérfræðingana við stýrið. Í samstarfi einka- og opinbers geira, er Ísland að leggja fram gögn og nýja þekkingu sem aðrar þjóðir geta nýtt sér. Ég finn það í samtölum við erlenda kollega að eftir þessu er tekið. Og mér finnst eflandi að sjá okkur úr fjarlægð, á öðru tungumáli, með gestsauga. Að leggja sitt fram í þágu heildarinnar, setja egóin til hliðar til að ná heildarmarkmiðum, er málið. Hugsum lengra fram í tímann Til þess að geta undirbúið okkur og skapað okkur bestu mögulegu framtíð í ljósi alþjóðlegra áskorana, þurfum við að innleiða langtímahugsun í ákvarðanir okkar í stjórn landsins, fjárfestingum og öllu þar á milli. Í heimi alþjóðlegra og landamæralausra áskorana, og í samkeppni í heimi tækni- og nýsköpunar, er það akkilesarhæll lýðræðisríkja að plana í mesta lagi 4 ár fram í tímann. Verkefnið er að hugsa okkur inn í framtíðina saman, með breiðri þátttöku, út frá sameiginlegri sýn og sviðsmyndum um hvernig við viljum búa og staðsetja okkur í heimi alþjóðlegra áskorana. Þetta væri ígrunduð vinna og hönnun sviðsmynda (e. future foresight) um það hvernig Ísland getur siglt inn í næstu 10, 30 eða 50 árin. Með því að vinna skynsamlega með alþjóðlegar áskoranir, ekki síður en tækifæri, er hægt að undirbúa okkur mun betur fyrir breyttan heim. Í því líkt og öðru, er mikilvægt að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Viðbrögð okkar á Íslandi við Covid-19 gefa ástæðu til bjartsýni um að þetta sé sannarlega mögulegt. Höfundur er þróunar- og átakafræðingur og í sérfræðingahópi World Economic Forum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar Trump Bandaríkjaforseti sagði Covid-19 vera „ófyrirséð vandamál… enginn átti von á þessu,“ ranghvolfdu margir augunum því þetta er einfaldlega ekki rétt. Hefði einhver getaðspáð fyrir hvenær nákvæmlega næsti alþjóðafaraldur myndi eiga sér stað? Nei. Hefði einhver getað spáð fyrir hvar hann myndi byrja og hvert hann myndi dreifast og hvernig? Nei, líklega ekki. En smitsjúkdómafræðingar, þjóðaröryggisráðgjafar, sérfræðingar í heilbrigðis- og þróunarmálum hafa varað við því að það væri bara spurning um hvenær, ekki hvort slíkt gerist, - og hafa sagt að heimurinn væri ekki reiðubúinn til að takast á við þá stöðu. Með puttann á púlsinum „Við heiminum blasir bráð hætta á alvarlegum svæðisbundnum eða alþjóðlegum faraldri sem mun ekki einungis valda mörgum dauðsföllum, heldur setja hagkerfin í uppnám og skapa samfélagslega óreiðu." Þetta voru feitletruð varnarorð í skýrslunni Heimur í hættu, sem kom út í september síðastliðnum hjá Global Perparedness Monitoring Board (GPMB), sem er samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Alþjóðabankastofnana (e. World Bank Group). Þetta var líka umræðuefni Bill Gates í www.ted.com fyrirlestri frá 2015. Í október 2019 unnu svo Bill & Melinda Gates stofnunin og John Hopkins háskólinn með Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum) að því að undirbúa viðbrögð leiðtoga víða um heim við heimsfaraldri. Sett var á svið æfing fyrir slíkt neyðarástand og hægt var að fylgjast með á netinu. Á svipuðum tíma stóð Miðstöð um strategíu og alþjóðafræði fyrir hermiæfingu sem sýndi svipaðar niðurstöður. Svona mætti áfram telja. Tæki og aðferðir eru til staðar „Heimurinn er í hættu," segir í ofangreindri skýrslu, "en, sem heild, búum við yfir tækjunum og aðferðunum til að bjarga okkur og hagkerfum okkar. Það sem þarf er forysta og vilji til að taka afgerandi og samstíga ákvarðanir." Fleiri alþjóðlegar áskoranir eru á sjóndeilarhringnum. Skoðum stöðuna. Loftslagsváin, hröð hlýnun, bæði á Norður- og Suðurskautinu og súrnun hafs. Hvernig erum við að undirbúa íslenskt menntakerfi, atvinnulíf og samfélag fyrir það? Hverjir hafa þar leiðandi hlutverk? Netöryggismál eru annað dæmi sem þarfnast sérstakrar athygli núna þegar hagkerfi og tæknikerfi eru viðkvæmari en ella, vegna lamandi áhrifa Covid-19. Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og forysta úr opinberum og einkageira víða um heim vekja athygli á stórvægilegri rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika í vistkerfum heims, sem veldur því að geta jarðar til að endurnýja sig er að minnka, með ófyrirséðum afleiðingum. Heilbrigðiskerfi um allan heim eru í vanda stödd af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að þau standa ekki undir kostnaði eða ná ekki til allra íbúa. Svona mætti áfram telja. Global Risk Report 2020 sem Alþjóðaefnahagsráðið gaf út í janúar sl., stiklar á stóru í þessum efnum. Frjósamur jarðvegur Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að skapa vanmáttarkennd, heldur miklu frekar hvetja okkur til stórkostlegra verka. Heimurinn er breyttur og er að breytast. Það er staðreynd. Að finna okkur frjósaman farveg í nýjum heimi kallar á nýja hugsun, breytt viðskiptamódel og hagkerfi, markvisst samstarf þvert á ríki, geira og sérgreinar. Líkt og kemur fram í skýrslunni Heimur í hættu, sem ég vísa í hér í byrjun greinarinnar, búum við (heimurinn samanlagður) yfir tækni, aðferðum og þekkingu sem gerir það að verkum að við erum miklu undirbúnari fyrir þessar breytingar en við kannski ímyndum okkur. Til fyrirmyndar Það hvernig íslensk yfirvöld hafa haldið á spöðunum vegna Covid-19 er til fyrirmyndar. Almannavarnir og heilbrigðisþjónustan voru með plan. Ríkisstjórnin setti sérfræðingana við stýrið. Í samstarfi einka- og opinbers geira, er Ísland að leggja fram gögn og nýja þekkingu sem aðrar þjóðir geta nýtt sér. Ég finn það í samtölum við erlenda kollega að eftir þessu er tekið. Og mér finnst eflandi að sjá okkur úr fjarlægð, á öðru tungumáli, með gestsauga. Að leggja sitt fram í þágu heildarinnar, setja egóin til hliðar til að ná heildarmarkmiðum, er málið. Hugsum lengra fram í tímann Til þess að geta undirbúið okkur og skapað okkur bestu mögulegu framtíð í ljósi alþjóðlegra áskorana, þurfum við að innleiða langtímahugsun í ákvarðanir okkar í stjórn landsins, fjárfestingum og öllu þar á milli. Í heimi alþjóðlegra og landamæralausra áskorana, og í samkeppni í heimi tækni- og nýsköpunar, er það akkilesarhæll lýðræðisríkja að plana í mesta lagi 4 ár fram í tímann. Verkefnið er að hugsa okkur inn í framtíðina saman, með breiðri þátttöku, út frá sameiginlegri sýn og sviðsmyndum um hvernig við viljum búa og staðsetja okkur í heimi alþjóðlegra áskorana. Þetta væri ígrunduð vinna og hönnun sviðsmynda (e. future foresight) um það hvernig Ísland getur siglt inn í næstu 10, 30 eða 50 árin. Með því að vinna skynsamlega með alþjóðlegar áskoranir, ekki síður en tækifæri, er hægt að undirbúa okkur mun betur fyrir breyttan heim. Í því líkt og öðru, er mikilvægt að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Viðbrögð okkar á Íslandi við Covid-19 gefa ástæðu til bjartsýni um að þetta sé sannarlega mögulegt. Höfundur er þróunar- og átakafræðingur og í sérfræðingahópi World Economic Forum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun