Kapítalisti í sauðagæru? Felix Rafn Felixson skrifar 30. mars 2020 13:30 Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun