Geðheilsan skiptir líka máli Halldóra Pálsdóttir skrifar 31. mars 2020 08:00 Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. Flest finnum við fyrir óöryggi og kvíða, við vitum ekki við hverju er að búast eða hvenær þetta ástand gengur yfir og margir hafa einnig fjárhagslegar áhyggjur. Á tímum samkomubanns er sérstök ástæða til að huga að geðheilsunni en andlegt heilbrigði er afskaplega mikilvægt alla daga, ekki síst í ástandi eins og núna. Margir þróa með sér erfiðar geðraskanir og sjúkdóma og þurfa að gæta sérstaklega vel að sér en í raun gildir það sama fyrir alla og við verðum öll að hlúa að okkur. Andleg heilsa er ekki síst mikilvægari en handþvottur á tímum Covid-19. Umfjöllun í fjölmiðlum vekur auðveldlega kvíða hjá fólki og það er fullkomlega eðlilegt og mikilvægt að gera sér grein fyrir því en ekki síður mikilvægt að finna sér heilbrigð bjargráð. Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti. Hinn félagslegi þáttur er ekki síður mikilvægur og getur fátt komið í stað mannlegra samskipta og þess að finna að maður skipti aðra máli. Rauði krossinn styður við fólk sem er félagslega einangrað á ýmsan máta en gestir Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir sem starfrækt er við Hverfisgötu í Reykjavík, hafa m.a. talað um að þeir finni vel núna hvernig félagsleg einangrun magni upp kvíða. Í Vin hefur markmiðið verið að stuðla að félagslegri aðlögun og speglun, að bjóða upp á heimilislegt umhverfi sem tekur vel á móti fólki og virkar eins og jarðvegur fyrir uppbyggilega virkni. Til að bregðast við samkomubanninu höfum við fært þjónustuna að mestu yfir í ráðgjöf og spjall í gegnum síma með það að leiðarljósi að sinna félagslegri þörf eins og hægt er. Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum.Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best. Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn og við þurfum öll að passa vel upp á okkur og fólkið okkar. Góðar upplýsingar um bjargráð má finna t.d. á vefsíðu Rauða krossins og hjá Geðhjálp. Höfundur er forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Tengdar fréttir Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00 Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00 Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. Flest finnum við fyrir óöryggi og kvíða, við vitum ekki við hverju er að búast eða hvenær þetta ástand gengur yfir og margir hafa einnig fjárhagslegar áhyggjur. Á tímum samkomubanns er sérstök ástæða til að huga að geðheilsunni en andlegt heilbrigði er afskaplega mikilvægt alla daga, ekki síst í ástandi eins og núna. Margir þróa með sér erfiðar geðraskanir og sjúkdóma og þurfa að gæta sérstaklega vel að sér en í raun gildir það sama fyrir alla og við verðum öll að hlúa að okkur. Andleg heilsa er ekki síst mikilvægari en handþvottur á tímum Covid-19. Umfjöllun í fjölmiðlum vekur auðveldlega kvíða hjá fólki og það er fullkomlega eðlilegt og mikilvægt að gera sér grein fyrir því en ekki síður mikilvægt að finna sér heilbrigð bjargráð. Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti. Hinn félagslegi þáttur er ekki síður mikilvægur og getur fátt komið í stað mannlegra samskipta og þess að finna að maður skipti aðra máli. Rauði krossinn styður við fólk sem er félagslega einangrað á ýmsan máta en gestir Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir sem starfrækt er við Hverfisgötu í Reykjavík, hafa m.a. talað um að þeir finni vel núna hvernig félagsleg einangrun magni upp kvíða. Í Vin hefur markmiðið verið að stuðla að félagslegri aðlögun og speglun, að bjóða upp á heimilislegt umhverfi sem tekur vel á móti fólki og virkar eins og jarðvegur fyrir uppbyggilega virkni. Til að bregðast við samkomubanninu höfum við fært þjónustuna að mestu yfir í ráðgjöf og spjall í gegnum síma með það að leiðarljósi að sinna félagslegri þörf eins og hægt er. Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum.Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best. Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn og við þurfum öll að passa vel upp á okkur og fólkið okkar. Góðar upplýsingar um bjargráð má finna t.d. á vefsíðu Rauða krossins og hjá Geðhjálp. Höfundur er forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00
Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00
Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun