Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 10:30 Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira