Geðveikt álag Sigrún Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun