Þróttarar unnu Barcelona og Evrópubikarinn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Heiðar Helguson var í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins á móti Barcelona. Mynd/Heimasíða Þróttar Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira