Félagsbústaðir og uppgjörsfroðan í bókhaldi Reykjavíkur Vigdís Hauksdóttir skrifar 31. mars 2020 15:30 Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar