Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en Eyjamenn töpuðu mest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 12:00 Frá leik KR og FH í Pepsi Max deildinni siðasta sumar. Vísir/Daníel Til að standast leyfiskerfi KSÍ þá þurftu liðin í Pepsi Max deild karla að setja ársreikninga sína inn á heimasíðu félagsins. ÍA var eina félagið sem var ekki búið að birta ársreikning sinn í morgun en sex af hinum ellefu liðum deildarinnar 2020 voru tekin með tapi á síðustu leiktíð. Skylda að birta ársreikningana Liðin í Pespi Max deild karla í fótbolta þurfa að birta ársreikninga síðasta árs opinberlega til að fá þátttökuleyfi í deildinni í sumar.Samkvæmt frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands þá verða leyfisumsækjendur að birta ársreikninga sína fyrir árið 2019 eigi síðar en 31. mars, sem var í gær. Gerð er krafa um að reikningar sem birtir eru séu endurskoðaðir ársreikningar sem skilað var inn í leyfisferlinu. Nánar tiltekið skulu þeir að lágmarki samanstanda af áritun endurskoðanda, skýrslu stjórnar knattspyrnudeildar, rekstarreikningi, efnahagsreikningi og skýringum. Vísir leitaði á heimasíðum félaganna tólf sem skipa Pepsi Max deild karla 2020 og fann á endanum ársreikninga tíu af tólf félögum eða allra félaga deildanna nema Val og ÍA. Valur bætti síðan úr því í morgun og setti sinn ársreikning inn. Kópavogsfélögin gerðu vel Kópavogsfélögin HK og Breiðablik voru bæði rekin vel en þau skiluðu bæði fínum hagnaði. HK hagnaðist um 14,3 milljónir en Breiðablik um 11,4 milljónir. Íslandsmeistarar KR ráku líka knattspyrnudeildina sína með hagnaði á Íslandsmeistaraári sínu. FH-ingar eru aftur á móti í algjörum sérflokki þegar kemur að knattspyrnudeildunum sem reknar voru með tapi og spila í Pepsi Max deildinni sumarið 2020. FH tapaði 23,7 milljónum á síðasta rekstrarári og hafði tapað 17,2 milljónum árið á undan. KA og Stjarnan eru síðan með næstmesta tapið þar sem Akureyringar ráku sína deild með aðeins meira tapi en Garðbæingar. Hagnaðurinn minnkaði um 68 milljónir Valsmenn högnuðust um 84,67 milljónir árið 2018 en hagnaðurinn fór niður í 15,9 milljónir á síðasta ári sem er engu að síður mesti hagnaðurinn hjá öllum þeim liðum sem skipa Pepsi Max deildina í sumar. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi deildinni síðasta haust og það var mikill munur á rekstri þeirra. Grindvíkingar skiluðu 1,67 milljóna hagnaði á sinni knattspyrnudeild en Eyjamemnn töpuðu 27,87 milljónum á rekstrarárinu 2019 eða meira en öll liðin í Pepsi Max deildinni sumarið 2019. Það er misjafnt hvernig rekstri knattspyrnudeildanna er háttað því hjá sumum eru meistaraflokkarnir sér en hjá öðrum eru rekstur yngri flokka innifalinn. Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöðuna í ársreikningum félaganna fyrir árið 2019 fyrir utan ÍA sem var ekki búið að setja sinn ársreikning inn. Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með hagnaði árið 2019: Valur 15,9 milljónir í plús HK 14,3 milljónir Breiðablik 11,4 milljónir Fjölnir 5,39 milljónir KR 849 þúsund (Grindavík 1,67 milljónir, féll úr deildinni) Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með tapi árið 2019: FH 23,7 milljónir í mínus KA 5,53 milljónir Stjarnan 5 milljónir Fylkir 1,36 milljónir Grótta 722 þúsund Víkingur 262 þúsund (ÍBV 27,87 milljónir, féll úr deildinni) Hér fyrir neðan má sjá tengil á ársreikninga félaganna fyrir 2019: Breiðablik: http://breidablik.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Brei%C3%B0abliks-2019.pdf FH: http://fh.is/wp-content/uploads/2020/03/A%CC%81rsreikningur-Knattspyrnudeild-FH-2019.pdf Fjölnir: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2018/10/Fj%C3%B6lnir-%C3%A1rsreikningur-2019-til-birtingar.pdf Fylkir: https://fylkir.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Fylkis.pdf Grótta: https://www.grottasport.is/wp-content/uploads/2020/03/Gr%C3%B3tta-knattspyrnudeild-%C3%A1rsreikningur-2019-undirrita%C3%B0ur.pdf HK: https://www.hk.is/is/frettir/fotbolti/arsreikningur-knattspyrnudeildar-hk ÍA: ? Ætti að koma hér inn KA: https://www.ka.is/static/files/ka-knattspyrna-arsreikningur-2019-undirritadur.pdf KR: https://www.kr.is/knattspyrna/wp-content/uploads/sites/8/2020/03/%C3%81rsreikningur_2019_Knattspyrnudeild-KR-undirrita%C3%B0ur.pdf Stjarnan: http://www.stjarnan.is/images/knattspyrna/arsreikningur2019.pdf Valur: https://www.valur.is/media/337245/%C3%81rsreikningur%20Knattspyrnudeildar%20Vals%202019.pdf Víkingur: https://vikingur.is/images/NYHEIMASIDA2016/2020/knattspyrna/%C3%81rsreikningur_V%C3%ADkings_KS%C3%8D_form.pdf ÍBV: https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/ibvsport.is/skrar/arsreikningar-knattsp/knattspyrnudeild-bv-rsreikningur-2019.pdf Grindavík: http://www.grindavik.is/gogn/umfg/%C3%81rsreikningur%20knd_%20Grindav%C3%ADkur%20v_%202019.pdf Pepsi Max-deild karla Valur ÍBV Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Til að standast leyfiskerfi KSÍ þá þurftu liðin í Pepsi Max deild karla að setja ársreikninga sína inn á heimasíðu félagsins. ÍA var eina félagið sem var ekki búið að birta ársreikning sinn í morgun en sex af hinum ellefu liðum deildarinnar 2020 voru tekin með tapi á síðustu leiktíð. Skylda að birta ársreikningana Liðin í Pespi Max deild karla í fótbolta þurfa að birta ársreikninga síðasta árs opinberlega til að fá þátttökuleyfi í deildinni í sumar.Samkvæmt frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands þá verða leyfisumsækjendur að birta ársreikninga sína fyrir árið 2019 eigi síðar en 31. mars, sem var í gær. Gerð er krafa um að reikningar sem birtir eru séu endurskoðaðir ársreikningar sem skilað var inn í leyfisferlinu. Nánar tiltekið skulu þeir að lágmarki samanstanda af áritun endurskoðanda, skýrslu stjórnar knattspyrnudeildar, rekstarreikningi, efnahagsreikningi og skýringum. Vísir leitaði á heimasíðum félaganna tólf sem skipa Pepsi Max deild karla 2020 og fann á endanum ársreikninga tíu af tólf félögum eða allra félaga deildanna nema Val og ÍA. Valur bætti síðan úr því í morgun og setti sinn ársreikning inn. Kópavogsfélögin gerðu vel Kópavogsfélögin HK og Breiðablik voru bæði rekin vel en þau skiluðu bæði fínum hagnaði. HK hagnaðist um 14,3 milljónir en Breiðablik um 11,4 milljónir. Íslandsmeistarar KR ráku líka knattspyrnudeildina sína með hagnaði á Íslandsmeistaraári sínu. FH-ingar eru aftur á móti í algjörum sérflokki þegar kemur að knattspyrnudeildunum sem reknar voru með tapi og spila í Pepsi Max deildinni sumarið 2020. FH tapaði 23,7 milljónum á síðasta rekstrarári og hafði tapað 17,2 milljónum árið á undan. KA og Stjarnan eru síðan með næstmesta tapið þar sem Akureyringar ráku sína deild með aðeins meira tapi en Garðbæingar. Hagnaðurinn minnkaði um 68 milljónir Valsmenn högnuðust um 84,67 milljónir árið 2018 en hagnaðurinn fór niður í 15,9 milljónir á síðasta ári sem er engu að síður mesti hagnaðurinn hjá öllum þeim liðum sem skipa Pepsi Max deildina í sumar. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi deildinni síðasta haust og það var mikill munur á rekstri þeirra. Grindvíkingar skiluðu 1,67 milljóna hagnaði á sinni knattspyrnudeild en Eyjamemnn töpuðu 27,87 milljónum á rekstrarárinu 2019 eða meira en öll liðin í Pepsi Max deildinni sumarið 2019. Það er misjafnt hvernig rekstri knattspyrnudeildanna er háttað því hjá sumum eru meistaraflokkarnir sér en hjá öðrum eru rekstur yngri flokka innifalinn. Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöðuna í ársreikningum félaganna fyrir árið 2019 fyrir utan ÍA sem var ekki búið að setja sinn ársreikning inn. Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með hagnaði árið 2019: Valur 15,9 milljónir í plús HK 14,3 milljónir Breiðablik 11,4 milljónir Fjölnir 5,39 milljónir KR 849 þúsund (Grindavík 1,67 milljónir, féll úr deildinni) Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með tapi árið 2019: FH 23,7 milljónir í mínus KA 5,53 milljónir Stjarnan 5 milljónir Fylkir 1,36 milljónir Grótta 722 þúsund Víkingur 262 þúsund (ÍBV 27,87 milljónir, féll úr deildinni) Hér fyrir neðan má sjá tengil á ársreikninga félaganna fyrir 2019: Breiðablik: http://breidablik.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Brei%C3%B0abliks-2019.pdf FH: http://fh.is/wp-content/uploads/2020/03/A%CC%81rsreikningur-Knattspyrnudeild-FH-2019.pdf Fjölnir: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2018/10/Fj%C3%B6lnir-%C3%A1rsreikningur-2019-til-birtingar.pdf Fylkir: https://fylkir.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Fylkis.pdf Grótta: https://www.grottasport.is/wp-content/uploads/2020/03/Gr%C3%B3tta-knattspyrnudeild-%C3%A1rsreikningur-2019-undirrita%C3%B0ur.pdf HK: https://www.hk.is/is/frettir/fotbolti/arsreikningur-knattspyrnudeildar-hk ÍA: ? Ætti að koma hér inn KA: https://www.ka.is/static/files/ka-knattspyrna-arsreikningur-2019-undirritadur.pdf KR: https://www.kr.is/knattspyrna/wp-content/uploads/sites/8/2020/03/%C3%81rsreikningur_2019_Knattspyrnudeild-KR-undirrita%C3%B0ur.pdf Stjarnan: http://www.stjarnan.is/images/knattspyrna/arsreikningur2019.pdf Valur: https://www.valur.is/media/337245/%C3%81rsreikningur%20Knattspyrnudeildar%20Vals%202019.pdf Víkingur: https://vikingur.is/images/NYHEIMASIDA2016/2020/knattspyrna/%C3%81rsreikningur_V%C3%ADkings_KS%C3%8D_form.pdf ÍBV: https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/ibvsport.is/skrar/arsreikningar-knattsp/knattspyrnudeild-bv-rsreikningur-2019.pdf Grindavík: http://www.grindavik.is/gogn/umfg/%C3%81rsreikningur%20knd_%20Grindav%C3%ADkur%20v_%202019.pdf
Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með hagnaði árið 2019: Valur 15,9 milljónir í plús HK 14,3 milljónir Breiðablik 11,4 milljónir Fjölnir 5,39 milljónir KR 849 þúsund (Grindavík 1,67 milljónir, féll úr deildinni) Knattspyrnudeildir í Pepsi Max 2020 reknar með tapi árið 2019: FH 23,7 milljónir í mínus KA 5,53 milljónir Stjarnan 5 milljónir Fylkir 1,36 milljónir Grótta 722 þúsund Víkingur 262 þúsund (ÍBV 27,87 milljónir, féll úr deildinni)
Breiðablik: http://breidablik.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Brei%C3%B0abliks-2019.pdf FH: http://fh.is/wp-content/uploads/2020/03/A%CC%81rsreikningur-Knattspyrnudeild-FH-2019.pdf Fjölnir: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2018/10/Fj%C3%B6lnir-%C3%A1rsreikningur-2019-til-birtingar.pdf Fylkir: https://fylkir.is/wp-content/uploads/2020/03/%C3%81rsreikningur-knattspyrnudeildar-Fylkis.pdf Grótta: https://www.grottasport.is/wp-content/uploads/2020/03/Gr%C3%B3tta-knattspyrnudeild-%C3%A1rsreikningur-2019-undirrita%C3%B0ur.pdf HK: https://www.hk.is/is/frettir/fotbolti/arsreikningur-knattspyrnudeildar-hk ÍA: ? Ætti að koma hér inn KA: https://www.ka.is/static/files/ka-knattspyrna-arsreikningur-2019-undirritadur.pdf KR: https://www.kr.is/knattspyrna/wp-content/uploads/sites/8/2020/03/%C3%81rsreikningur_2019_Knattspyrnudeild-KR-undirrita%C3%B0ur.pdf Stjarnan: http://www.stjarnan.is/images/knattspyrna/arsreikningur2019.pdf Valur: https://www.valur.is/media/337245/%C3%81rsreikningur%20Knattspyrnudeildar%20Vals%202019.pdf Víkingur: https://vikingur.is/images/NYHEIMASIDA2016/2020/knattspyrna/%C3%81rsreikningur_V%C3%ADkings_KS%C3%8D_form.pdf ÍBV: https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/ibvsport.is/skrar/arsreikningar-knattsp/knattspyrnudeild-bv-rsreikningur-2019.pdf Grindavík: http://www.grindavik.is/gogn/umfg/%C3%81rsreikningur%20knd_%20Grindav%C3%ADkur%20v_%202019.pdf
Pepsi Max-deild karla Valur ÍBV Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira