Mættu of seint vegna tafa á brautinni en Sigurður sýndi enga miskunn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 14:00 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn