Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Þórir Garðarsson skrifar 22. apríl 2020 10:15 Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar