Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál Anastasía Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2020 16:30 Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál. Skortur á sálfræðiþjónustu skerðir aðgang nemenda að námi og getur álag í háskólanámi komið í veg fyrir möguleika þeirra til náms og leitt til brottfalls. Það er mikilvægt að nemendum standi til boða sálfræðiþjónusta í þeirra nærumhverfi, þeim að kostnaðarlausu, þegar álagið verður of mikið. Í nýlegri rannsókn mældist um þriðjungur háskólanema yfir klínískum mörkum þunglyndis og 19 prósent yfir klínískum mörkum kvíða. Þessi staðreynd hefur verið síendurtekin frá því að rannsókn Andra Hauksteins Oddssonar og Halldóru Bjargar Rafnsdóttur var framkvæmd og birt árið 2018. Fulltrúar stúdenta í háskólum landsins hafa bent háskólunum og ríkinu á þessar niðurstöður með einhverjum framförum, þó enn sé langt í land. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nemendum sínum upp á gagnreyndar og ósérhæfðar hugrænar atferlismeðferðir við þunglyndi og kvíða. Auk þess hóf þriðji sálfræðingurinn við Háskóla Íslands nýlega störf. Þetta er komið til að miklu leyti vegna þrýstings frá stúdentafélögum og samtökum og hefur aukin aðsókn og langir biðlistar í þessar meðferðir sýnt á mikilvægi og þörf þess að bjóða upp á þessa þjónustu. Við krefjumst enn frekari aðgerða til að koma til móts við það geðveika álag sem liggur á stúdentum. Líkt og Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS, nefndi í grein sinni „Geðveikt álag“ hefur bág fjárhagsstaða stúdenta mikil áhrif á möguleika þeirra til að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir rannsóknir sem sýna fram á að geðheilsu stúdenta fari hrakandi eiga stúdentar sjaldan tugi þúsunda til þess að sækja sér sálfræðimeðferð, auk þess sem að sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. Þetta úrræði er því ekki kostur fyrir marga, hvað þá nemendur sem hafa oft á tíðum minna á milli handanna. Aukin sálfræðiþjónusta innan háskólanna getur verið til staðar með snemmt inngrip og fyrsta stigs forvarnir þegar álagið á nemendur fer að segja af sér. Þetta getur komið í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækum úrræðum seinna á lífsleiðinni. Það þarf þó að hafa fleira í huga en fjárhagsstöðu stúdenta í þessu samhengi. Nauðsynlegt er að fjölbreyttum hópi nemenda sé boðin fjölbreytt aðstoð. Í nýlegri breskri rannsókn sýndu niðurstöður að þeir einstaklingar sem skilgreindu sig sem kynsegin eða af öðru kyni voru í töluvert meiri hættu á að þróa með sér geðræn vandamál eða upplifa einhverskonar andlega vanlíðan. Rannsakendunum þótti líklegt að þetta væri vegna aldurs meirihluta þeirra sem stundar nám við háskóla. Það eru ungir einstaklingar sem fara í gegnum mikið umbreytingaskeið á þeim tíma sem þeir eru í námi og láta því gjarnan í ljós kynvitund sína fyrst í háskólaumhverfinu. Til viðbótar við álag í námi þurfa þessir nemendur því að takast á við miklar breytingar í lífi sínu. Einnig hafa LÍS vegna Student Refugees Iceland, verkefni samtakanna sem snýr að því að auka aðgengi flóttafólks á Íslandi að háskólanámi, lært að hindranir nemenda með flóttamanna bakgrunn eru töluvert fleiri heldur en annarra nemenda á Íslandi. Meðal hindrana á borð við mat á námi, tungumálakunnáttu og fjárhagslegra erfiðleika getur staða þeirra innan háskólanna haft áhrif á líðan þeirra í háskólanáminu. Nemendur með flóttamannabakgrunn eru skilgreindir sem íslenskir nemar í kerfi skólanna og njóta því ekki góðs af þeirri þjónustu sem býðst alþjóðlegum nemum, en skortir einnig upplýsingar til að nýta sér þá þjónustu sem býðst íslenskum nemum. Þeir falla því milli tveggja kerfa. Þessir nemendur eru samt sem áður að upplifa margt í fyrsta skipti og ganga í gegnum miklar breytingar í sínu lífi, auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem hafa flóttamannabakgrunn kljást oft á tíðum við mikla andlega erfiðleika ofan á það álag sem námið er. Það er mikilvægt að háskólinn hugi að þessum jaðarhópum, auki sálfræðiþjónustuna í háskólum og gangi úr skugga um að hún þjóni öllum þeim nemendahópi sem finnst innan veggja háskólanna. Það er lykilatriði fyrir alla háskóla að efla þann hóp nemenda sem er innan skólans, með öllum þeim fjölbreytileika sem hópurinn hefur. Skortur á sálfræðiþjónustu og úrræðum fyrir alla stúdenta, eins fjölbreyttur og sá hópur getur verið, innan háskólanna skerðir aðgengi þeirra að háskólum landsins. Allir stúdentar eiga að njóta jafns aðgangs að háskólanámi, óháð því hver geðheilsa þeirra er. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu innan háskóla leiðir til jafnari tækifæra til menntunar. Höfundur er jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð samtakanna. Skrifaðu undir ákall LÍS eftir bættri geðheilbrigðisþjónustu hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jafnréttismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál. Skortur á sálfræðiþjónustu skerðir aðgang nemenda að námi og getur álag í háskólanámi komið í veg fyrir möguleika þeirra til náms og leitt til brottfalls. Það er mikilvægt að nemendum standi til boða sálfræðiþjónusta í þeirra nærumhverfi, þeim að kostnaðarlausu, þegar álagið verður of mikið. Í nýlegri rannsókn mældist um þriðjungur háskólanema yfir klínískum mörkum þunglyndis og 19 prósent yfir klínískum mörkum kvíða. Þessi staðreynd hefur verið síendurtekin frá því að rannsókn Andra Hauksteins Oddssonar og Halldóru Bjargar Rafnsdóttur var framkvæmd og birt árið 2018. Fulltrúar stúdenta í háskólum landsins hafa bent háskólunum og ríkinu á þessar niðurstöður með einhverjum framförum, þó enn sé langt í land. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nemendum sínum upp á gagnreyndar og ósérhæfðar hugrænar atferlismeðferðir við þunglyndi og kvíða. Auk þess hóf þriðji sálfræðingurinn við Háskóla Íslands nýlega störf. Þetta er komið til að miklu leyti vegna þrýstings frá stúdentafélögum og samtökum og hefur aukin aðsókn og langir biðlistar í þessar meðferðir sýnt á mikilvægi og þörf þess að bjóða upp á þessa þjónustu. Við krefjumst enn frekari aðgerða til að koma til móts við það geðveika álag sem liggur á stúdentum. Líkt og Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS, nefndi í grein sinni „Geðveikt álag“ hefur bág fjárhagsstaða stúdenta mikil áhrif á möguleika þeirra til að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir rannsóknir sem sýna fram á að geðheilsu stúdenta fari hrakandi eiga stúdentar sjaldan tugi þúsunda til þess að sækja sér sálfræðimeðferð, auk þess sem að sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. Þetta úrræði er því ekki kostur fyrir marga, hvað þá nemendur sem hafa oft á tíðum minna á milli handanna. Aukin sálfræðiþjónusta innan háskólanna getur verið til staðar með snemmt inngrip og fyrsta stigs forvarnir þegar álagið á nemendur fer að segja af sér. Þetta getur komið í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækum úrræðum seinna á lífsleiðinni. Það þarf þó að hafa fleira í huga en fjárhagsstöðu stúdenta í þessu samhengi. Nauðsynlegt er að fjölbreyttum hópi nemenda sé boðin fjölbreytt aðstoð. Í nýlegri breskri rannsókn sýndu niðurstöður að þeir einstaklingar sem skilgreindu sig sem kynsegin eða af öðru kyni voru í töluvert meiri hættu á að þróa með sér geðræn vandamál eða upplifa einhverskonar andlega vanlíðan. Rannsakendunum þótti líklegt að þetta væri vegna aldurs meirihluta þeirra sem stundar nám við háskóla. Það eru ungir einstaklingar sem fara í gegnum mikið umbreytingaskeið á þeim tíma sem þeir eru í námi og láta því gjarnan í ljós kynvitund sína fyrst í háskólaumhverfinu. Til viðbótar við álag í námi þurfa þessir nemendur því að takast á við miklar breytingar í lífi sínu. Einnig hafa LÍS vegna Student Refugees Iceland, verkefni samtakanna sem snýr að því að auka aðgengi flóttafólks á Íslandi að háskólanámi, lært að hindranir nemenda með flóttamanna bakgrunn eru töluvert fleiri heldur en annarra nemenda á Íslandi. Meðal hindrana á borð við mat á námi, tungumálakunnáttu og fjárhagslegra erfiðleika getur staða þeirra innan háskólanna haft áhrif á líðan þeirra í háskólanáminu. Nemendur með flóttamannabakgrunn eru skilgreindir sem íslenskir nemar í kerfi skólanna og njóta því ekki góðs af þeirri þjónustu sem býðst alþjóðlegum nemum, en skortir einnig upplýsingar til að nýta sér þá þjónustu sem býðst íslenskum nemum. Þeir falla því milli tveggja kerfa. Þessir nemendur eru samt sem áður að upplifa margt í fyrsta skipti og ganga í gegnum miklar breytingar í sínu lífi, auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem hafa flóttamannabakgrunn kljást oft á tíðum við mikla andlega erfiðleika ofan á það álag sem námið er. Það er mikilvægt að háskólinn hugi að þessum jaðarhópum, auki sálfræðiþjónustuna í háskólum og gangi úr skugga um að hún þjóni öllum þeim nemendahópi sem finnst innan veggja háskólanna. Það er lykilatriði fyrir alla háskóla að efla þann hóp nemenda sem er innan skólans, með öllum þeim fjölbreytileika sem hópurinn hefur. Skortur á sálfræðiþjónustu og úrræðum fyrir alla stúdenta, eins fjölbreyttur og sá hópur getur verið, innan háskólanna skerðir aðgengi þeirra að háskólum landsins. Allir stúdentar eiga að njóta jafns aðgangs að háskólanámi, óháð því hver geðheilsa þeirra er. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu innan háskóla leiðir til jafnari tækifæra til menntunar. Höfundur er jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð samtakanna. Skrifaðu undir ákall LÍS eftir bættri geðheilbrigðisþjónustu hér.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar