N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 16:03 N1 mótið hét áður Esso-mótið og hefur verið fastur liður hjá ungum drengjum í fótbolta. Instagram Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna. Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna.
Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira