Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 17:01 Sjúkraliði virðir fyrir sér sótthreinsitæki sem sendir frá sér útfjólubláa UVC-geislun á sjúkrahúsi í Fuenlabrada á Spáni. Vísir/EPA Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26