Fréttir af veikindum Kim Jong-un sagðar stórlega ýktar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 16:51 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. vísir/afp Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent