Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 11:53 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35
Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12
40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32