Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 15:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35
Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent