Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Kristján og Piper-flugvélin TF-LEO Fáfnir Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira