Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:40 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að finna þurfi leiðir til þess að verja stöðu launafólks nú þegar ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi. Vísir/Vilhelm VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira