Fyrir okkur frá vöggu til grafar Logi Einarsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun