Eimskip segir upp 39 starfsmönnum á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:53 Óvissan í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar leikur hlutverk í ákvörðun Eimskips. Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“ Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58
Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15
Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13