Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 13:52 Trump hefur sakað WHO um að hafa ekki látið vita nógu snemma um hættuna af kórónuveirunni. Hans eigin leyniþjónustustofnanir voru þó þegar byrjaðar að senda honum upplýsingar um veiruna í byrjun janúar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. Viðvaranir um kórónuveiruna voru að finna í á öðrum tug daglegra kynninga leyniþjónustunnar fyrir forsetann á upphafsvikum faraldursins, að sögn núverandi og fyrrverandi embættismanna Bandaríkjastjórnar. Þar kom fram að veiran breiddist út um heiminn, kínversk stjórnvöld reyndu að bæla niður upplýsingar um smithættu og dánartíðni og að hætta væri á alvarlegum efnahagslegum og pólitískum afleiðingum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Leyniþjónustan tekur saman helstu upplýsingar um vendingar í heimsmálum og öryggishættur á hverjum degi og leggur fyrir forsetann. Æðstu embættismenn fá einnig eintak af kynningunni. Trump sleppir reglulega að lesa kynningar leyniþjónustunnar og er sagður hafa litla þolinmæði þegar hann fær munnlega kynningu á innihaldi upplýsingapakkans tvisvar til þrisvar í viku. Gerði lítið úr hættunni langt fram í mars Fleiri en 55.000 manns hafa nú látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og um milljón manns hefur greinst smituð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum. Eftir að Trump takmarkaði ferðlög frá Kína í lok janúar aðhafðist ríkisstjórn lítið sem ekkert til að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum eða hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skortur hefur verið á hvoru tveggja í faraldrinum Þá hefur skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum verið verulega ábótavant. Í febrúar gerði Trump ítrekað lítið úr mögulegri hættu á faraldri í Bandaríkjunum. Í lok mánaðarins fullyrt hann meðal annars að fjöldi smitaðra yrði kominn „nálægt núll“. Veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu. Á þeim tíma gekk veiran þegar á milli manna óheft sum staðar í Bandaríkjunum. Daginn áður en WHO lýsti því yfir að kórónuveirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars sagði Trump að veiran væri við það að hverfa. Sama dag lýsti Trump yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Skellir skuldinni á WHO og Kínverja Trump hefur reynt að koma ábyrgðinni á viðbrögðum yfirvalda yfir á einstök ríki Bandaríkjanna. Undanfarna daga og vikur hefur hann einnig freistað þess að skella skuldinni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og kínversk stjórnvöld. Bandaríkjastjórn hefur þannig stöðvað fjárveitingar til WHO í sextíu daga og er sögð grafa undan henni á ýmsa vegu á bak við tjöldin. Trump sakar WHO um að hafa ekki varað við faraldrinum nógu snemma og um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing. Sú staðreynd að leyniþjónusta Bandaríkjanna upplýsti forsetann og ríkisstjórn hans um hættuna af kórónuveirufaraldrinum allt frá því í janúar grefur undan þeirri málsvörn Trump. Einnig eru bandarískir starfsmenn WHO sagðir hafa verið í reglulegu sambandi við bandarísk stjórnvöld um þróun faraldursins frá upphafi. Hvíta húsið hafnaði því að Trump hefði verið seinn í að bregðast við veirunni án þess þó að svara beint efni fréttar Washington Post um að leyniþjónustan hafi varað við henni um margra vikna skeið. Lofaði Hogan Gidley, talsmaður Hvíta hússins, Trump forseta í hástert í formlegu svari til blaðsins. Skrifstofa forstjóra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (DNI) sagði frétt Washington Post „ekki sanna í smáatriðum“ án þess þó að útskýra það frekar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. Viðvaranir um kórónuveiruna voru að finna í á öðrum tug daglegra kynninga leyniþjónustunnar fyrir forsetann á upphafsvikum faraldursins, að sögn núverandi og fyrrverandi embættismanna Bandaríkjastjórnar. Þar kom fram að veiran breiddist út um heiminn, kínversk stjórnvöld reyndu að bæla niður upplýsingar um smithættu og dánartíðni og að hætta væri á alvarlegum efnahagslegum og pólitískum afleiðingum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Leyniþjónustan tekur saman helstu upplýsingar um vendingar í heimsmálum og öryggishættur á hverjum degi og leggur fyrir forsetann. Æðstu embættismenn fá einnig eintak af kynningunni. Trump sleppir reglulega að lesa kynningar leyniþjónustunnar og er sagður hafa litla þolinmæði þegar hann fær munnlega kynningu á innihaldi upplýsingapakkans tvisvar til þrisvar í viku. Gerði lítið úr hættunni langt fram í mars Fleiri en 55.000 manns hafa nú látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og um milljón manns hefur greinst smituð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum. Eftir að Trump takmarkaði ferðlög frá Kína í lok janúar aðhafðist ríkisstjórn lítið sem ekkert til að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum eða hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skortur hefur verið á hvoru tveggja í faraldrinum Þá hefur skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum verið verulega ábótavant. Í febrúar gerði Trump ítrekað lítið úr mögulegri hættu á faraldri í Bandaríkjunum. Í lok mánaðarins fullyrt hann meðal annars að fjöldi smitaðra yrði kominn „nálægt núll“. Veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu. Á þeim tíma gekk veiran þegar á milli manna óheft sum staðar í Bandaríkjunum. Daginn áður en WHO lýsti því yfir að kórónuveirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars sagði Trump að veiran væri við það að hverfa. Sama dag lýsti Trump yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Skellir skuldinni á WHO og Kínverja Trump hefur reynt að koma ábyrgðinni á viðbrögðum yfirvalda yfir á einstök ríki Bandaríkjanna. Undanfarna daga og vikur hefur hann einnig freistað þess að skella skuldinni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og kínversk stjórnvöld. Bandaríkjastjórn hefur þannig stöðvað fjárveitingar til WHO í sextíu daga og er sögð grafa undan henni á ýmsa vegu á bak við tjöldin. Trump sakar WHO um að hafa ekki varað við faraldrinum nógu snemma og um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing. Sú staðreynd að leyniþjónusta Bandaríkjanna upplýsti forsetann og ríkisstjórn hans um hættuna af kórónuveirufaraldrinum allt frá því í janúar grefur undan þeirri málsvörn Trump. Einnig eru bandarískir starfsmenn WHO sagðir hafa verið í reglulegu sambandi við bandarísk stjórnvöld um þróun faraldursins frá upphafi. Hvíta húsið hafnaði því að Trump hefði verið seinn í að bregðast við veirunni án þess þó að svara beint efni fréttar Washington Post um að leyniþjónustan hafi varað við henni um margra vikna skeið. Lofaði Hogan Gidley, talsmaður Hvíta hússins, Trump forseta í hástert í formlegu svari til blaðsins. Skrifstofa forstjóra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (DNI) sagði frétt Washington Post „ekki sanna í smáatriðum“ án þess þó að útskýra það frekar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00