Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:54 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36