Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:00 Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon gegn PSG. VÍSIR/GETTY Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Sjá meira
Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Sjá meira