3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. apríl 2020 10:44 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41