Rut gæti leikið á Íslandi á næstu leiktíð en segir leiðinlegt að missa af Final Four Anton Ingi Leifsson skrifar 2. maí 2020 07:00 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár. Bæði renna þau út af samningi hjá félögum sínum, Team Esbjerg og Kolding í sumar, en Rut hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár. Hún segir titilinn í ár hafa verið öðruvísi enda fékk Esbjerg hann í sófanum eftir að allt var blásið af vegna kórónuveirunnar. „Þetta er mjög sérstakt. Þetta er allt öðruvísi en í fyrra og mér líður ekki eins og við höfum unnið. Ég er mjög fegin að hafa upplifað þetta í fyrra og að fá að upplifa stemninguna í kringum leikina svo þetta er svolítið sérstakt,“ sagði Rut í Sportinu í dag. Rut segir að það gæti farið svo að Esbjerg leiki til úrslita í Meistaradeildinni í september en hún rennur út af samningi í sumar. „Það nýjasta er að Final 4 verði spilað í september og jafnvel verða átta liða úrslitin spiluð á fimmtudeginum fyrir þessa helgi.Ef það verður ekki þá eru bara tvö efstu liðin sem fara beint í Final 4.“ „Það verður alveg erfitt. Það er mjög stórt að vera komin svona langt. Þetta er mjög skrýtið þar sem einhverjir leikmenn eru að skipta um lið og innbyrðis líka.“ Hægri skyttan segir að það komi allt til greina og vegna ástandsins séu þau opin fyrir öllu. Hún er þó svekkt að missa af Final 4 í Meistaradeildinni fari það fram. „Ég er búinn að vera í Danmörku í tólf ár. Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera núna og það er leiðinlegt af því ef þær komast í Final 4 þar sem það hefur verið draumur að klára árin í Danmörku þannig.“ „Við erum opin fyrir öllu. Við vorum að skoða það að koma heim og líka að vera úti en eins og ástandið er þá höfum við sett þetta á pásu og ætlum að sjá hvernig þetta verður næstu tvo mánuðina.“ Klippa: Sportið í dag - Rut meistari í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira