Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2020 10:40 Vopnaðir hermenn gæta þess nú að enginn brjóti gegn útgöngubanni serbneskra stjórnvalda í Belgrad. Aðgerðirnar í Serbíu eru einar þær ströngustu í Evrópu. AP/Darko Vojinovic Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. Flest ríki hafa komið á einhvers konar takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þar á meðal eru ferðatakmarkanir og útgöngu- og samkomubönn. Önnur ríki hafa gengið enn lengra og takmarkað tjáningarfrelsi og aukið eftirlit með almennum borgurum. Mannréttindasamtök vara við því að þó að takmarkanir á borgararéttindum í neyðarástandi geti átt rétt á sér þá eigi þær ekki að verða „nýr veruleiki“. Neyðarástand eigi aðeins að gilda á meðan raunveruleg ógn er til staðar. Þau hafa áhyggjur af því að sumir leiðtogi notfæri sér ástandið til að hrifsa til sína völd sem þeir ætli sér ekki að gefa eftir. Þingið sett til hliðar og kosningar blásnar af Ungverska þingið samþykkti lög á mánudag sem veita ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra völd til að stýra landinu með tilskipunum á meðan neyðarástand sem lýst var yfir 11. mars er í gildi. Fidesz-flokkur Orban felldi tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðunnar um að tímamörk yrðu sett á hversu lengi neyðarástandið varir. Lögin heimila stjórnvöldum ennfremur að fangelsa fólk í allt að fimm ár fyrir að dreifa því sem þau telja rangar upplýsingar um faraldurinn og í allt að átta ár fyrir að brjóta gegn útgöngubanni eða sóttkví. Þingið starfar ekki á meðan neyðarástandið er í gildi og kosningar verða blásnar af. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar og réttindahópar segja að með lögunum sé hætta á að varanlegt neyðarástand verði við lýði í Evrópusambandsríkinu Ungverjalandi sem gefi Orban frjálsar hendur að takmarka mannréttindi og þrengja að fjölmiðlum enn frekar. Orban hefur þegar verið sakaður um einræðistilburði í framgöngu ríkisstjórnar hans gegn frjálsum fjölmiðlum, félagasamtökum og dómstólum í gegnum tíðina. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagst ætla að beita neyðarvöldum sínum af skynsemi og meðalhófi. Hann hefur hins vegar markvisst grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í stjórnartíð sinni. Vísir/EPA „Orban er að taka lýðræðið í sundur fyrir framan augun á okkur. Þetta er skömm fyrir Evrópu, grunngildi hennar og lýðræðið. Hann notfærir sér kórónuveiruna sem afsökun til að drepa lýðræðið og fjölmiðlafrelsi,“ sagði Tanja Fajon, slóvenskur Evrópuþingmaður, í vikunni. „Ég veit ekki um neitt annað lýðræðisríki þar sem ríkisstjórnin hefur í reynd beðið um frjálsar hendur til að gera hvað sem er í ótmarkaðan tíma,“ sagði Renata Uitz frá Mið-Evrópuháskólanum í Búdapest við Bloomberg-fréttastofuna. Stjórn Orban hefur grafið undan háskólanum og rekið harðan áróður gegn honum. Ríkisstjórnin vísar gagnrýninni á bug. Judit Varga, dómsmálaráðherra Ungverjalands, segir mótmæli gegn lögunum vera „pólitískar árásir sem byggja á rangri túlkun eða vísvitandi skrumskælingu“. Andras Biro-Nagy, ungverskur stjórnmálaskýrandi, segir lögin sem þingið samþykkti í vikunni fyrsta skrefið í átt að því að Ungverjaland verði valdboðsríki. „Ef innihald þessara nýju laga verður nýi veruleikinn og ekki bara tímabundið úrræði þá erum við að tala um afbrigði af einræðisríki. Við verðum að sjá til hvernig Orban notar þau,“ segir Biro-Nagy við tímaritið Foreign Policy. Orban hefur áður sýnt að hann er tilbúinn að notfæra sér neyðarástand til að auka völd sín. Neyðarvaldheimildir sem honum voru veittar þegar flóttamenn streymdu inn í Evrópu árin 2015 og 2016 hafa verið endurnýjaðar á sex mánaða fresti allar götur síðan jafnvel þó að hverfandi fjöldi flóttamanna komi til Ungverjalands. „Ég óttast að Orban finni ástæðu, eins og hann hefur alltaf gert, til að viðhalda slíkum neyðarráðstöfunum,“ segir Biro-Nagy. Þannig gæti Orban breytt skilgreiningunni á neyðarástandinu nú þannig að hún nái til efnahagsástandsins jafnvel eftir að faraldrinum sjálfum lýkur. Forseti upp á punt tekur sér öll völd Í Serbíu ganga hermenn vopnaðir vélbyssum um stræti og herinn gætir ráðstefnumiðstöðvar sem hefur verið breitt í sóttvarnaspítala fyrir sjúklinga með COVID-19. Aleksandar Vucic, forseti, varar landa sína við því að grafreitir landsins séu ekki nógu stórir til að taka við þeim látnu óhlýðnist þeir útgöngubanni stjórnvalda. Aðgerðirnar í Serbíu eru einar þær ströngustu í Evrópu. Vucic lýsti yfir ótímabundnu neyðarástandi 15. mars og frestaði þingfundum. Landamærunum var lokað og lögreglan framfylgir útgöngubanni sem er í gildi hálfan sólarhringinn. Fólki eldra en 65 ára er bannað að yfirgefa heimili sín með öllu. Andstæðingar Vucic saka hann um að hafa sölsað undir sig völdin í trássi við stjórnarskrá. Embætti forseta í Serbíu er að mestu leyti valdalaust. „Hann gefur út tilskipanir sem ríkisstjórnin samþykkir sjálfkrafa. Það er engin skipting valds til staðar,“ segir Rodoljub Sabic, fyrrverandi forstjóri persónuverndar Serbíu, um Vucic forseta sem hann telur hafa tekið sér „fullt vald“ yfir öllum ákvörðunum varðandi faraldurinn. Tvær grímur runnu á marga landsmenn þegar Vucic lét breyta stórri ráðstefnumiðstöð frá kommúnistatímanum í Belgrad í sóttvarnaspítala. Þykir hún minna á fangabúðir þar sem raðir 3.000 rúma með járngrindum þekja gólfin. Vucic fagnar því að miðstöðin hafi vakið ugg í brjósti landsmanna og segist myndu velja enn verri stað ef það stöðvi þá í að brjóta gegn útgöngubanni. „Einhver þarf að dvelja fjórtán til 28 daga þarna. Mér er sama þó að þetta sé ekki þægilegt. Við erum að berjast fyrir mannslífum,“ segir Vucic. AP-fréttastofan segir að 800 tilfelli kórónuveiru hafi greinst í Serbíu og sextán látið lífið samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Lítil skimun fari þó fram og sérfræðingar telja að opinberar tölur vanmeti verulega raunverulegan fjölda fórnarlamba faraldursins. Mörgum Serbum leist ekki á blikun þegar hermenn byrjuðu að setja upp málmgrindarrúm í ráðstefnuhöll frá Sovéttímanum í Belgrad. Forseti landsins segist standa á sama um hvort að vistin þar sé þægileg.AP/Darko Vojinovic Neyðarástand aðeins svo lengi sem þörf er á Víðar hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða. Í Ísrael samþykkti starfsstjórn Benjamíns Netanjahú neyðarúrræði eins og fordæmalaust eftirlit með fjarskiptum almennings og að hægja á starfsemi dómstóla sem hefur leitt til frestunar spillingarmáls Netanjahú sjálfs. Í Rússlandi hafa stjórnvöld beitt sér gegn frjálsum fjölmiðlum enn meira en vanalega. Lögreglan hefur haft afskipti af samfélagsmiðlanotendum og fjölmiðlum sem gagnrýna viðbrögð Kremlarstjórnarinnar undir því yfirskyni að hún stöðvi „falsfréttir“ um kórónuveirufaraldurinn. Í Póllandi óttast margir að smitrakningasmáforrit stjórvalda verði notað til þess að njósna um almenning. Á Indlandi bárust fregnir af því að lögreglumenn beittu fólk ofbeldi fyrst eftir að Modi forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara í síðustu viku. Á Filippseyjum hefur Rodrigo Duterte, forseti, hótað að skjóta þá sem brjóta gegn útgöngubanni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mannréttindastjóri Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), segir AP-fréttastofunni að neyðarástand sem ríki lýsa yfir verði að vera háð tímamörkum og eftirlit þjóðþinganna þó að hún skilji þörfuna fyrir snör viðbrögð. „Neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, verður að fara í samræmi við tilganginn og vera aðeins í gildi eins lengi og brýn þörf er á,“ segir Ingibjörg Sólrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Serbía Fréttaskýringar Tengdar fréttir Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. Flest ríki hafa komið á einhvers konar takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þar á meðal eru ferðatakmarkanir og útgöngu- og samkomubönn. Önnur ríki hafa gengið enn lengra og takmarkað tjáningarfrelsi og aukið eftirlit með almennum borgurum. Mannréttindasamtök vara við því að þó að takmarkanir á borgararéttindum í neyðarástandi geti átt rétt á sér þá eigi þær ekki að verða „nýr veruleiki“. Neyðarástand eigi aðeins að gilda á meðan raunveruleg ógn er til staðar. Þau hafa áhyggjur af því að sumir leiðtogi notfæri sér ástandið til að hrifsa til sína völd sem þeir ætli sér ekki að gefa eftir. Þingið sett til hliðar og kosningar blásnar af Ungverska þingið samþykkti lög á mánudag sem veita ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra völd til að stýra landinu með tilskipunum á meðan neyðarástand sem lýst var yfir 11. mars er í gildi. Fidesz-flokkur Orban felldi tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðunnar um að tímamörk yrðu sett á hversu lengi neyðarástandið varir. Lögin heimila stjórnvöldum ennfremur að fangelsa fólk í allt að fimm ár fyrir að dreifa því sem þau telja rangar upplýsingar um faraldurinn og í allt að átta ár fyrir að brjóta gegn útgöngubanni eða sóttkví. Þingið starfar ekki á meðan neyðarástandið er í gildi og kosningar verða blásnar af. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar og réttindahópar segja að með lögunum sé hætta á að varanlegt neyðarástand verði við lýði í Evrópusambandsríkinu Ungverjalandi sem gefi Orban frjálsar hendur að takmarka mannréttindi og þrengja að fjölmiðlum enn frekar. Orban hefur þegar verið sakaður um einræðistilburði í framgöngu ríkisstjórnar hans gegn frjálsum fjölmiðlum, félagasamtökum og dómstólum í gegnum tíðina. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagst ætla að beita neyðarvöldum sínum af skynsemi og meðalhófi. Hann hefur hins vegar markvisst grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í stjórnartíð sinni. Vísir/EPA „Orban er að taka lýðræðið í sundur fyrir framan augun á okkur. Þetta er skömm fyrir Evrópu, grunngildi hennar og lýðræðið. Hann notfærir sér kórónuveiruna sem afsökun til að drepa lýðræðið og fjölmiðlafrelsi,“ sagði Tanja Fajon, slóvenskur Evrópuþingmaður, í vikunni. „Ég veit ekki um neitt annað lýðræðisríki þar sem ríkisstjórnin hefur í reynd beðið um frjálsar hendur til að gera hvað sem er í ótmarkaðan tíma,“ sagði Renata Uitz frá Mið-Evrópuháskólanum í Búdapest við Bloomberg-fréttastofuna. Stjórn Orban hefur grafið undan háskólanum og rekið harðan áróður gegn honum. Ríkisstjórnin vísar gagnrýninni á bug. Judit Varga, dómsmálaráðherra Ungverjalands, segir mótmæli gegn lögunum vera „pólitískar árásir sem byggja á rangri túlkun eða vísvitandi skrumskælingu“. Andras Biro-Nagy, ungverskur stjórnmálaskýrandi, segir lögin sem þingið samþykkti í vikunni fyrsta skrefið í átt að því að Ungverjaland verði valdboðsríki. „Ef innihald þessara nýju laga verður nýi veruleikinn og ekki bara tímabundið úrræði þá erum við að tala um afbrigði af einræðisríki. Við verðum að sjá til hvernig Orban notar þau,“ segir Biro-Nagy við tímaritið Foreign Policy. Orban hefur áður sýnt að hann er tilbúinn að notfæra sér neyðarástand til að auka völd sín. Neyðarvaldheimildir sem honum voru veittar þegar flóttamenn streymdu inn í Evrópu árin 2015 og 2016 hafa verið endurnýjaðar á sex mánaða fresti allar götur síðan jafnvel þó að hverfandi fjöldi flóttamanna komi til Ungverjalands. „Ég óttast að Orban finni ástæðu, eins og hann hefur alltaf gert, til að viðhalda slíkum neyðarráðstöfunum,“ segir Biro-Nagy. Þannig gæti Orban breytt skilgreiningunni á neyðarástandinu nú þannig að hún nái til efnahagsástandsins jafnvel eftir að faraldrinum sjálfum lýkur. Forseti upp á punt tekur sér öll völd Í Serbíu ganga hermenn vopnaðir vélbyssum um stræti og herinn gætir ráðstefnumiðstöðvar sem hefur verið breitt í sóttvarnaspítala fyrir sjúklinga með COVID-19. Aleksandar Vucic, forseti, varar landa sína við því að grafreitir landsins séu ekki nógu stórir til að taka við þeim látnu óhlýðnist þeir útgöngubanni stjórnvalda. Aðgerðirnar í Serbíu eru einar þær ströngustu í Evrópu. Vucic lýsti yfir ótímabundnu neyðarástandi 15. mars og frestaði þingfundum. Landamærunum var lokað og lögreglan framfylgir útgöngubanni sem er í gildi hálfan sólarhringinn. Fólki eldra en 65 ára er bannað að yfirgefa heimili sín með öllu. Andstæðingar Vucic saka hann um að hafa sölsað undir sig völdin í trássi við stjórnarskrá. Embætti forseta í Serbíu er að mestu leyti valdalaust. „Hann gefur út tilskipanir sem ríkisstjórnin samþykkir sjálfkrafa. Það er engin skipting valds til staðar,“ segir Rodoljub Sabic, fyrrverandi forstjóri persónuverndar Serbíu, um Vucic forseta sem hann telur hafa tekið sér „fullt vald“ yfir öllum ákvörðunum varðandi faraldurinn. Tvær grímur runnu á marga landsmenn þegar Vucic lét breyta stórri ráðstefnumiðstöð frá kommúnistatímanum í Belgrad í sóttvarnaspítala. Þykir hún minna á fangabúðir þar sem raðir 3.000 rúma með járngrindum þekja gólfin. Vucic fagnar því að miðstöðin hafi vakið ugg í brjósti landsmanna og segist myndu velja enn verri stað ef það stöðvi þá í að brjóta gegn útgöngubanni. „Einhver þarf að dvelja fjórtán til 28 daga þarna. Mér er sama þó að þetta sé ekki þægilegt. Við erum að berjast fyrir mannslífum,“ segir Vucic. AP-fréttastofan segir að 800 tilfelli kórónuveiru hafi greinst í Serbíu og sextán látið lífið samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Lítil skimun fari þó fram og sérfræðingar telja að opinberar tölur vanmeti verulega raunverulegan fjölda fórnarlamba faraldursins. Mörgum Serbum leist ekki á blikun þegar hermenn byrjuðu að setja upp málmgrindarrúm í ráðstefnuhöll frá Sovéttímanum í Belgrad. Forseti landsins segist standa á sama um hvort að vistin þar sé þægileg.AP/Darko Vojinovic Neyðarástand aðeins svo lengi sem þörf er á Víðar hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða. Í Ísrael samþykkti starfsstjórn Benjamíns Netanjahú neyðarúrræði eins og fordæmalaust eftirlit með fjarskiptum almennings og að hægja á starfsemi dómstóla sem hefur leitt til frestunar spillingarmáls Netanjahú sjálfs. Í Rússlandi hafa stjórnvöld beitt sér gegn frjálsum fjölmiðlum enn meira en vanalega. Lögreglan hefur haft afskipti af samfélagsmiðlanotendum og fjölmiðlum sem gagnrýna viðbrögð Kremlarstjórnarinnar undir því yfirskyni að hún stöðvi „falsfréttir“ um kórónuveirufaraldurinn. Í Póllandi óttast margir að smitrakningasmáforrit stjórvalda verði notað til þess að njósna um almenning. Á Indlandi bárust fregnir af því að lögreglumenn beittu fólk ofbeldi fyrst eftir að Modi forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara í síðustu viku. Á Filippseyjum hefur Rodrigo Duterte, forseti, hótað að skjóta þá sem brjóta gegn útgöngubanni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mannréttindastjóri Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), segir AP-fréttastofunni að neyðarástand sem ríki lýsa yfir verði að vera háð tímamörkum og eftirlit þjóðþinganna þó að hún skilji þörfuna fyrir snör viðbrögð. „Neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, verður að fara í samræmi við tilganginn og vera aðeins í gildi eins lengi og brýn þörf er á,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Serbía Fréttaskýringar Tengdar fréttir Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42
Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00