Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 16:55 Frá landsfundi demókrata í Fíladelfíu árið 2016. Slíkir fundir eru mikið sjónarspil og fá frambjóðendur flokkana yfirleitt byr undir báða vængi í skoðanakönnunum, að minnsta kosti fyrstu vikurnar eftir fundina. AP/John Locher Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. „Við núverandi óvissuástand teljum við skynsamlegustu nálgunina að taka aukinn tíma í að fylgjast með hvernig málin þróast svo við getum búið flokkinn sem best undir öruggan og árangursríkan landsfund,“ sagði Joe Solmonese, formaður landsfundarnefndar Demókrataflokksins með vísan í kórónuveiruheimsfaraldurinn í yfirlýsingu í dag. Hafi faraldurinn rénað nægilega fer landsfundurinn því fram í viku 17. ágúst, að sögn Washington Post. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem leiðir forval Demókrataflokksins, hefur lýst fullum stuðningi við að fresta landsfundinum. Donald Trump forseti og Repúblikanaflokkur hans hefur sagt að stefnt sé að landsfundi flokksins með óbreyttu sniði 24. ágúst. Trump útilokaði að fundinum yrði aflýst í síðustu viku. Venju samkvæmt heldur sá flokkur sem heldur ekki forsetaembætti sínu landsfund sinn fyrst. Leiðtogar demókrata eru sagðir hafa áhyggjur af því að landsfundi þeirra yrði aflýst en að repúblikanar gætu haldið sinn. Það gæti gefið Trump forseta forskot í kosningabaráttunni en frambjóðendur flokkanna fá yfirleitt byr í seglin í skoðanakönnunum vikurnar eftir landsfund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. „Við núverandi óvissuástand teljum við skynsamlegustu nálgunina að taka aukinn tíma í að fylgjast með hvernig málin þróast svo við getum búið flokkinn sem best undir öruggan og árangursríkan landsfund,“ sagði Joe Solmonese, formaður landsfundarnefndar Demókrataflokksins með vísan í kórónuveiruheimsfaraldurinn í yfirlýsingu í dag. Hafi faraldurinn rénað nægilega fer landsfundurinn því fram í viku 17. ágúst, að sögn Washington Post. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem leiðir forval Demókrataflokksins, hefur lýst fullum stuðningi við að fresta landsfundinum. Donald Trump forseti og Repúblikanaflokkur hans hefur sagt að stefnt sé að landsfundi flokksins með óbreyttu sniði 24. ágúst. Trump útilokaði að fundinum yrði aflýst í síðustu viku. Venju samkvæmt heldur sá flokkur sem heldur ekki forsetaembætti sínu landsfund sinn fyrst. Leiðtogar demókrata eru sagðir hafa áhyggjur af því að landsfundi þeirra yrði aflýst en að repúblikanar gætu haldið sinn. Það gæti gefið Trump forseta forskot í kosningabaráttunni en frambjóðendur flokkanna fá yfirleitt byr í seglin í skoðanakönnunum vikurnar eftir landsfund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira