Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 10:30 Besta kvennalandslið heims hefur staðið í langri og erfiðri deilu við knattspyrnusambandið sitt. VÍSIR/GETTY Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu. Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu.
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00
Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00