Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 10:30 Besta kvennalandslið heims hefur staðið í langri og erfiðri deilu við knattspyrnusambandið sitt. VÍSIR/GETTY Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu. Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu.
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00
Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00