Biden hótar knattspyrnusambandinu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 11:15 Megan Rapinoe og stöllur hennar í bandaríska landsliðinu hafa verið afar sigursælar og eru ríkjandi heimsmeistarar. VÍSIR/GETTY Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki