„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50