Fótbolti

Hálfleikarnir mögulega styttri en 45 mínútur fari boltinn aftur að rúlla á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire með fyrirliðabandið hjá Man. United. Hann gæti mögulega ekki þurft að spila 90 mínútur er boltinn fer aftur að rúlla.
Harry Maguire með fyrirliðabandið hjá Man. United. Hann gæti mögulega ekki þurft að spila 90 mínútur er boltinn fer aftur að rúlla. Getty/Simon Stacpoole

Gordon Taylor, framkvæmdarstjóri samtaka knattspyrnumanna á Englandi, segir að það verði mögulegar styttri hálfleikar á Englandi fari boltinn aftur að rúlla á næstu vikum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvenær enska úrvalsdeildin kemst aftur af stað vegna kórónuveirunnar en nú eru leikmenn deildarinnar taldir eiga síðasta orðið í því hvort að boltinn fari aftur af stað. Þeir eru sagðir hafa áhyggjur af heilsu sinni byrji þeir aftur að spila.

„Þeir eru ekki vitlausir. Þeir munu setja heilsuna í fyrsta sæti,“ sagði Taylor er hann fór yfir stöðuna í samtali við BBC í morgun.

Eitt af málunum sem eru rædd þessa daganna innan sambandsins er hvort að stytta eigi leiktímann; það er að segja ekki leika tvisvar sinnum 45 mínútur. Ansi áhugaverð umræða.

Enska úrvalsdeildin vonast til þess að geta byrjað að spila aftur 8. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×