Mannréttindi í sjávarútvegi Arnar Atlason skrifar 5. maí 2020 15:30 Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun