Þeir sem böðuðu sig upp úr affalli Reykjanesvirkjunar böðuðu sig einnig upp úr affalli fiskeldisstöðvar Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:49 Fjöldi viðvörunarskilta er við affallið, sem voru hunsuð um liðna helgi. Einar Árnason Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“ Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“
Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira