Ógöngur Sheffield halda áfram: Sautján leikir án sigurs Anton Ingi Leifsson skrifar 2. janúar 2021 16:58 Lýsandi mynd fyrir tímabilið hjá Sheffield United. Catherine Ivill/Getty Images Sheffield United er í tómum vandræðum. Liðið tapaði enn einum leiknum í dag er þeir töpuðu gegn Crystal Palace á útivelli, 2-0. Það voru ekki liðnar fjórar mínútur er fyrsta markið kom. John Egan réð ekkert við hraða Wilfried Zaha, sem kom boltanum á Christian Benteke. Framherjinn ýtti boltanum enn lengra þar sem Jeffrey Schlupp kláraði færið vel. Eberechi Eze tvöfaldaði forystuna á sjöttu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks með mögnuðu marki. Hann dansaði framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og kláraði færið vel. 2-0 í hálfleik. Sheff Utd: 20 league games without a win (D2 L18), a new club record 17 league games from start of season without a win, a new PL record pic.twitter.com/rK0WxSuiUx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 2, 2021 Chris Wilder, stjóri Sheffield, og lærisveinar hans voru ósáttir við dómara leiksins að vera ekki búinn að flauta fyrri hálfleikinn af en einungis fimm mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en Sheffield náði lítið að ógna marki Palace sem vann þægilegan 2-0 sigur. Palace er þar af leiðandi í tólfta sætinu með 22 stig en vandræðin eru meiri hjá Sheffield. Liðið er búið að fara í gegnum sautján deildarleiki án þess að vinna. Þeir eru á botninum með tvö stig og hafa einungis skorað átta mörk í fyrstu sautján leikjunum. Þeir eru ellefu stigum frá Brighton í sautjánda sætinu. - Sheffield United are on the joint-2 nd longest winless run from the beginning of a top flight season22 Bolton Wanderers (1902/03)17 SHEFFIELD UNITED (2020/21)17 Burnley (1889/90)#CRYSHU #PL— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 2, 2021 Enski boltinn
Sheffield United er í tómum vandræðum. Liðið tapaði enn einum leiknum í dag er þeir töpuðu gegn Crystal Palace á útivelli, 2-0. Það voru ekki liðnar fjórar mínútur er fyrsta markið kom. John Egan réð ekkert við hraða Wilfried Zaha, sem kom boltanum á Christian Benteke. Framherjinn ýtti boltanum enn lengra þar sem Jeffrey Schlupp kláraði færið vel. Eberechi Eze tvöfaldaði forystuna á sjöttu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks með mögnuðu marki. Hann dansaði framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og kláraði færið vel. 2-0 í hálfleik. Sheff Utd: 20 league games without a win (D2 L18), a new club record 17 league games from start of season without a win, a new PL record pic.twitter.com/rK0WxSuiUx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 2, 2021 Chris Wilder, stjóri Sheffield, og lærisveinar hans voru ósáttir við dómara leiksins að vera ekki búinn að flauta fyrri hálfleikinn af en einungis fimm mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en Sheffield náði lítið að ógna marki Palace sem vann þægilegan 2-0 sigur. Palace er þar af leiðandi í tólfta sætinu með 22 stig en vandræðin eru meiri hjá Sheffield. Liðið er búið að fara í gegnum sautján deildarleiki án þess að vinna. Þeir eru á botninum með tvö stig og hafa einungis skorað átta mörk í fyrstu sautján leikjunum. Þeir eru ellefu stigum frá Brighton í sautjánda sætinu. - Sheffield United are on the joint-2 nd longest winless run from the beginning of a top flight season22 Bolton Wanderers (1902/03)17 SHEFFIELD UNITED (2020/21)17 Burnley (1889/90)#CRYSHU #PL— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 2, 2021