Enski boltinn

Gylfi fékk fimm í ein­kunn eins og fjórir aðrir i byrjunar­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í baráttunni í gær en hann spilaði í rúman klukkutíma.
Gylfi í baráttunni í gær en hann spilaði í rúman klukkutíma. Jan Kruger/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson náði sér ekki á strik í liði Everton, eins og margir aðrir leikmenn liðsins, er liðið tapaði 1-0 fyrir West Ham í fyrsta leik ársins í gær.

Gylfi Þór var í byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð er West Ham kom í heimsókn í Guttagarð í gær en hann hafði skorað tvö mörk og lagt upp eitt í síðustu fjórum leikjum.

Everton menn voru hins vegar afar máttlausir í leiknum í gær. Þeir náðu sér alls ekki á strik og stefndi allt í jafntefli. Sigurmarkið kom hins vegar á 86. mínútu er Tomas Soucek tryggði West Ham stigin þrjú.

Gylfi hefur verið að fá góðar einkunnir að undanförnu en hann fékk fimm í einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo eftir leikinn í gær. Hann hefur verið að fá góðar einkunnir að undanförnu en náði sér ekki á strik þann klukkutíma sem hann spilaði í gær.

Gylfi var ekki eini leikmaður Everton sem fékk fimm í einkunn þvi fjórir aðrir leikmenn í byrjunarliðinu, sem og einn varamaður, fengu fjóra í einkunn. Hæstu einkunn fékk annar varamaður, Andre Gomes, en hann fékk sjöu.

Everton er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir sextán umferðir.

Byrjunarlið Everton og einkunnir: Jordan Pickford 6, Seamus Coleman 5, Yerry Mina 6, Mason Holgate 5, Ben Godfrey 6, Abdoualaye Doucoure 6, Tom Davies 6, Richarlison 5, Gylfi Sigurðsson 5, Bernard 5, Dominic Calvert-Lewin 6. Varamenn: James Rodriguez 6, Andre Gomes 7, Cenk Tosun 5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×