Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 12:15 Rætt var við Magnús Gottfreðsson, yfirlækni og prófessor, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Sigurjón Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. Þetta kom fram í máli Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis á Landspítala og prófessors í smitsjúkdómum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alls hafa sautján greinst með afbrigðið hér á landi, sextán á landamærunum og einn innanlands en það smit var nátengt landamærasmiti. Stofninn er talinn allt að sjötíu prósent meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur valdið miklum usla í Bretlandi. Magnús sagði það býsna snúið að sýna fram á það í rannsóknum að mikil fjölgun smita, til dæmis í Bretlandi, tengist nýja afbrigðinu. „Því eins og allir vita þá er útbreiðsla veirunnar mjög háð því hvernig við högum okkur, hversu mikið við erum í samneyti við annað fólk, hversu þétt við erum í hópum og hópamyndun, þannig að það er svona þessi atferlisfræðilega skýring. Auðvitað geta menn séð hópsýkingar og mikla aukningu í smitum út af því án þess að það sé einhver breyting í veirunni. En þarna hafa Bretarnir séð mikla aukningu og síðan er líka vaxandi hlutfall af þeim stofnum sem eru að greinast, það er af þessari gerð og það bendir kannski til þess að hann sé að ryðja sér frekar til rúms og sé frekari til fjörsins en aðrir veirustofnar,“ sagði Magnús. Hann sagði tölfræðilega greiningu á gögnum frá Bretlandi benda til þess að smitstuðull afbrigðisins væri hærri en í öðrum stofnum, jafnvel þegar búið væri að leiðrétta gögnin með tilliti til hópmyndana til dæmis. „Þá stendur samt eftir að þessi nýi stofn virðist eiga auðveldara með að sýkja fólk og hann er með hærri smitstuðul og smithæfnin virðist vera meiri. Þar stöndum við í dag en vitaskuld breytir það ekki neinu um virkni þeirra sóttvarnaaðgerða sem almennt eru ráðlagðar. Ef fólk fer eftir þeim og passar sig þá á þessi veira ekki að setja nein heimsmet í langstökki, hún á ekki að hoppa þrjá metra á milli fólks eða eitthvað slíkt. Ef fólk er með grímur og heldur nándarmörk og svo framvegis þá á það að duga.“ Rannsaka hvort ein tiltekin stökkbreyting hafi áhrif á smithæfnina Þá virðist þetta nýja afbrigði vera með fleiri stökkbreytingar en tíminn sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram myndi gefa til kynna. „Það er eitthvað sem hefur gerst sem leiðir til þess að þarna eru nokkuð margar stökkbreytingar samankomnar og líklega eru margar þeirra svo sem ekki afgerandi hvað varðar framvindu sjúkdómsins. En það er ein stökkbreyting sérstaklega sem er í bindisetinu við viðtakann, þegar veiran tengist við frumur í öndunarfærum og víðar í líkamanum, þá þarf hún að tengjast viðtaka og komast inn í frumuna. Þar er stökkbreyting sem menn hafa áhuga á og það er verið að rannsaka það hvort að hún hafi möguleg áhrif á smithæfni. Það virðist vera að bindisæknin, það er krafturinn sem veiran binst við þessar frumur líkamans, hann virðist vera meiri þannig að það kannski skýrir þá þetta að hún skuli eiga aðeins auðveldara með að dreifa sér,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort fólk væri að veikjast verr af þessu afbrigði en öðrum sagði hann að svo virtist ekki vera. „Hvorki virðist dánartíðnin né veikindin sjálf vera alvarlegri. Hins vegar það sem veldur því að menn hafa mjög miklar áhyggjur og eru að grípa til aukinna ráðstafana er það að ef smithæfnin er aukin og smitstuðullinn er hærri þá þýðir það einfaldlega það að útbreiðsluhraðinn verður meiri, fleiri veikjast og þannig getur svona nýtt afbrigði skapað gríðarlega mikil vandamál fyrir heilbrigðiskerfið og sett heilbrigðiskerfið á hliðina vegna þess að það verður svo hröð fjölgun á sjúklingum.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis á Landspítala og prófessors í smitsjúkdómum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alls hafa sautján greinst með afbrigðið hér á landi, sextán á landamærunum og einn innanlands en það smit var nátengt landamærasmiti. Stofninn er talinn allt að sjötíu prósent meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur valdið miklum usla í Bretlandi. Magnús sagði það býsna snúið að sýna fram á það í rannsóknum að mikil fjölgun smita, til dæmis í Bretlandi, tengist nýja afbrigðinu. „Því eins og allir vita þá er útbreiðsla veirunnar mjög háð því hvernig við högum okkur, hversu mikið við erum í samneyti við annað fólk, hversu þétt við erum í hópum og hópamyndun, þannig að það er svona þessi atferlisfræðilega skýring. Auðvitað geta menn séð hópsýkingar og mikla aukningu í smitum út af því án þess að það sé einhver breyting í veirunni. En þarna hafa Bretarnir séð mikla aukningu og síðan er líka vaxandi hlutfall af þeim stofnum sem eru að greinast, það er af þessari gerð og það bendir kannski til þess að hann sé að ryðja sér frekar til rúms og sé frekari til fjörsins en aðrir veirustofnar,“ sagði Magnús. Hann sagði tölfræðilega greiningu á gögnum frá Bretlandi benda til þess að smitstuðull afbrigðisins væri hærri en í öðrum stofnum, jafnvel þegar búið væri að leiðrétta gögnin með tilliti til hópmyndana til dæmis. „Þá stendur samt eftir að þessi nýi stofn virðist eiga auðveldara með að sýkja fólk og hann er með hærri smitstuðul og smithæfnin virðist vera meiri. Þar stöndum við í dag en vitaskuld breytir það ekki neinu um virkni þeirra sóttvarnaaðgerða sem almennt eru ráðlagðar. Ef fólk fer eftir þeim og passar sig þá á þessi veira ekki að setja nein heimsmet í langstökki, hún á ekki að hoppa þrjá metra á milli fólks eða eitthvað slíkt. Ef fólk er með grímur og heldur nándarmörk og svo framvegis þá á það að duga.“ Rannsaka hvort ein tiltekin stökkbreyting hafi áhrif á smithæfnina Þá virðist þetta nýja afbrigði vera með fleiri stökkbreytingar en tíminn sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram myndi gefa til kynna. „Það er eitthvað sem hefur gerst sem leiðir til þess að þarna eru nokkuð margar stökkbreytingar samankomnar og líklega eru margar þeirra svo sem ekki afgerandi hvað varðar framvindu sjúkdómsins. En það er ein stökkbreyting sérstaklega sem er í bindisetinu við viðtakann, þegar veiran tengist við frumur í öndunarfærum og víðar í líkamanum, þá þarf hún að tengjast viðtaka og komast inn í frumuna. Þar er stökkbreyting sem menn hafa áhuga á og það er verið að rannsaka það hvort að hún hafi möguleg áhrif á smithæfni. Það virðist vera að bindisæknin, það er krafturinn sem veiran binst við þessar frumur líkamans, hann virðist vera meiri þannig að það kannski skýrir þá þetta að hún skuli eiga aðeins auðveldara með að dreifa sér,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort fólk væri að veikjast verr af þessu afbrigði en öðrum sagði hann að svo virtist ekki vera. „Hvorki virðist dánartíðnin né veikindin sjálf vera alvarlegri. Hins vegar það sem veldur því að menn hafa mjög miklar áhyggjur og eru að grípa til aukinna ráðstafana er það að ef smithæfnin er aukin og smitstuðullinn er hærri þá þýðir það einfaldlega það að útbreiðsluhraðinn verður meiri, fleiri veikjast og þannig getur svona nýtt afbrigði skapað gríðarlega mikil vandamál fyrir heilbrigðiskerfið og sett heilbrigðiskerfið á hliðina vegna þess að það verður svo hröð fjölgun á sjúklingum.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?