Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 03:04 Kosið í Dunbar-hverfismiðstöðinni í Atlanta. epa/Tannen Maury Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins. Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira