Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 15:47 Fjölmargir stuðningsmenn Donalds Trump hafa komið saman í Washington DC. AP/Andrew Harnik Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þó nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagst ætla að staðfesta niðurstöðurnar. Þá hafa fregnir borist af því að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, muni í ræðu sinni gagnrýna þá þingmenn flokksins sem ætla að mótmæla niðurstöðunum. Fjölmargir stuðningsmenn forsetans fráfarandi hafa komið saman fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC, þar sem þau krefjast þess að niðurstöðum kosninganna verði snúið. Staðfesting þingsins er yfirleitt lítið annað en formsatriði. Varaforseti Bandaríkjanna hefur iðulega stýrt þessari samkomu. Hlutverk hans er að lesa upp niðurstöður tiltekinna ríkja. Trump hefur þó þrýst mikið á Mike Pence, varaforseta sinn, og krafist þess að hann komi í veg fyrir kjör Bidens svo hann geti haldið áfram að vera forseti. Á kosningafundi í Georgíu fyrr í vikunni sagði Trump til að mynda að hann vonaðist til þess að Pence myndi standa sig í stykkinu. Trump sagði Pence vera góðan mann en honum myndi ekki líka jafn vel við hann ef hann hjálpaði sér ekki. Pence mun þó hafa tilkynnt Trump að það gæti hann ekki gert. Hann hefði ekki vald til þess, eins og Trump hefur haldið fram. Trump segir þær fregnir ekki réttar og hann og Pence séu sammála um að varaforsetinn hafi vald til að stöðva staðfestinguna, sem hann hefur ekki. Sjá einnig: Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Trump hélt þó áfram að þrýsta á Pence og kallaði eftir því á Twitter í morgun að varaforsetinn „sýndi hugrekki“. States want to correct their votes, which they now know were based on irregularities and fraud, plus corrupt process never received legislative approval. All Mike Pence has to do is send them back to the States, AND WE WIN. Do it Mike, this is a time for extreme courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Í öðru tísti, sem var eingöngu skrifaði í hástöfum, sagði Trump að Repúblikanar þörfnuðust Hvíta hússins og neitunarvald forsetans. Virtist hann vera að vísa til þess að útlit sé fyrir að Demókratar séu að ná að jafna fjölda þingmanna í öldungadeildinni. Það er þó varaforseti Bandaríkjanna sem ræður úrslitum þar. Þannig mun Kamala Harris, verðandi varaforseti, eiga úrslitaatkvæði í öldungadeildinni. THE REPUBLICAN PARTY AND, MORE IMPORTANTLY, OUR COUNTRY, NEEDS THE PRESIDENCY MORE THAN EVER BEFORE - THE POWER OF THE VETO. STAY STRONG!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Þrátt fyrir ítrekaðar staðhæfingar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur hefur Trump og bandamönnum hans ekki tekist að sýna fram á það. Trump-liðar hafa höfðað tuga dómsmála og hafa nánast öll þeirra ekki farið þeim í vil. Flestum hefur verið vísað frá og í mörgum hefur málflutningi Trump-liða verið hafnað vegna skorts á sönnunargögnum. Fjölmargar rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki farið fram og hafa þær ekki varpað ljósi á hið meinta kosningasvindl. Politico hefur eftir heimildarmönnum sínum að í einrúmi viðurkenni Trump að hann hafi tapað kosningunum en haldi því samt fram að kosningarnar hafi verið ósanngjarnar. Það gerði hann einnig fyrir og eftir kosningarnar 2016, sem hann vann en fékk þó færri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans. Heimildarmenn Politico segja að stærsta ástæða þess að Trump láti ekki af baráttu sinni sé að hann vilji að athyglin beinist að honum og að áfram verði talað um hann í fréttunum. Einn heimildarmannanna, sem hefur rætt persónulega við Trump um málið, sagði þetta vera skömmustulegt fyrir forsetann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue. 6. janúar 2021 13:59 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þó nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagst ætla að staðfesta niðurstöðurnar. Þá hafa fregnir borist af því að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, muni í ræðu sinni gagnrýna þá þingmenn flokksins sem ætla að mótmæla niðurstöðunum. Fjölmargir stuðningsmenn forsetans fráfarandi hafa komið saman fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC, þar sem þau krefjast þess að niðurstöðum kosninganna verði snúið. Staðfesting þingsins er yfirleitt lítið annað en formsatriði. Varaforseti Bandaríkjanna hefur iðulega stýrt þessari samkomu. Hlutverk hans er að lesa upp niðurstöður tiltekinna ríkja. Trump hefur þó þrýst mikið á Mike Pence, varaforseta sinn, og krafist þess að hann komi í veg fyrir kjör Bidens svo hann geti haldið áfram að vera forseti. Á kosningafundi í Georgíu fyrr í vikunni sagði Trump til að mynda að hann vonaðist til þess að Pence myndi standa sig í stykkinu. Trump sagði Pence vera góðan mann en honum myndi ekki líka jafn vel við hann ef hann hjálpaði sér ekki. Pence mun þó hafa tilkynnt Trump að það gæti hann ekki gert. Hann hefði ekki vald til þess, eins og Trump hefur haldið fram. Trump segir þær fregnir ekki réttar og hann og Pence séu sammála um að varaforsetinn hafi vald til að stöðva staðfestinguna, sem hann hefur ekki. Sjá einnig: Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Trump hélt þó áfram að þrýsta á Pence og kallaði eftir því á Twitter í morgun að varaforsetinn „sýndi hugrekki“. States want to correct their votes, which they now know were based on irregularities and fraud, plus corrupt process never received legislative approval. All Mike Pence has to do is send them back to the States, AND WE WIN. Do it Mike, this is a time for extreme courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Í öðru tísti, sem var eingöngu skrifaði í hástöfum, sagði Trump að Repúblikanar þörfnuðust Hvíta hússins og neitunarvald forsetans. Virtist hann vera að vísa til þess að útlit sé fyrir að Demókratar séu að ná að jafna fjölda þingmanna í öldungadeildinni. Það er þó varaforseti Bandaríkjanna sem ræður úrslitum þar. Þannig mun Kamala Harris, verðandi varaforseti, eiga úrslitaatkvæði í öldungadeildinni. THE REPUBLICAN PARTY AND, MORE IMPORTANTLY, OUR COUNTRY, NEEDS THE PRESIDENCY MORE THAN EVER BEFORE - THE POWER OF THE VETO. STAY STRONG!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Þrátt fyrir ítrekaðar staðhæfingar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur hefur Trump og bandamönnum hans ekki tekist að sýna fram á það. Trump-liðar hafa höfðað tuga dómsmála og hafa nánast öll þeirra ekki farið þeim í vil. Flestum hefur verið vísað frá og í mörgum hefur málflutningi Trump-liða verið hafnað vegna skorts á sönnunargögnum. Fjölmargar rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki farið fram og hafa þær ekki varpað ljósi á hið meinta kosningasvindl. Politico hefur eftir heimildarmönnum sínum að í einrúmi viðurkenni Trump að hann hafi tapað kosningunum en haldi því samt fram að kosningarnar hafi verið ósanngjarnar. Það gerði hann einnig fyrir og eftir kosningarnar 2016, sem hann vann en fékk þó færri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans. Heimildarmenn Politico segja að stærsta ástæða þess að Trump láti ekki af baráttu sinni sé að hann vilji að athyglin beinist að honum og að áfram verði talað um hann í fréttunum. Einn heimildarmannanna, sem hefur rætt persónulega við Trump um málið, sagði þetta vera skömmustulegt fyrir forsetann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue. 6. janúar 2021 13:59 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue. 6. janúar 2021 13:59
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01
Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01