Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 21:27 Ekki hafa borist fregnir af alvarlegum áverkum í kjölfar átakanna en ljóst af myndum að einhver meiðsl hafa orðið. AP/John Minchillo Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla. Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37