Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 07:02 Ótrúleg atburðarás varð við þinghús Bandaríkjaþings, Capitol Hill, í gær þegar æstur múgur, stuðningsmenn Trumps, braut sér leið inn í húsið. Getty/Robert Nickelsberg Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira