Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 09:10 Lögregluþjónar þingsins voru ekki útbúnir fyrir óreiðirnar sem fram fóru í gærkvöldi. AP/Julio Cortez Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. Það sem hefur vakið hvað mesta furðu þingmanna og almennings er hvernig múgurinn komst svo fljótt og svo auðveldlega inn í þinghúsið. Um tvö þúsund lögregluþjónar starfa á þinginu og þrátt fyrir að lengi hafi legið fyrir að umfangsmikil mótmæli myndu fara fram var lítið um tálma og lögregluþjónar voru ekki í óeirðabúnaði. Sjá einnig: Vaktin - Fjórir látnir eftir árásina á þingið Fólkið streymdi áfram og enginn virtist reyna að stöðva það. Myndbönd og myndir sýna einhverja af lögregluþjónunum stíga til hliðar og jafnvel taka þátt í myndatökum óeirðaseggja. Eitt myndband sem hefur verið í mikilli dreifingu virðist sýna lögregluþjóna hleypa mótmælendum í gegnum tálma og nær þinghúsinu. CAUGHT ON VIDEO: The moment Police allow rioters to storm the US Capitol. #Washington #CapitolHill #DC #DCProtests pic.twitter.com/nxQsbNDdME— Anthony Davis (@theanthonydavis) January 6, 2021 Þegar lögregluþjónar unnu svo að því að vísa múgnum úr þinghúsinu virtust einstaklega fáar tilraunir gerðar til að handtaka einhverja af þeim sem höfðu ruðst inn í þinghúsið og jafnvel lent í átökum við lögregluþjóna. Í heildina voru 52 handteknir og þar af flestir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni í Washington. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru 26 handteknir á lóð þinghússins. Fjórir dóu, þar af ein kona sem var skotin og fjórtán lögregluþjónar eru sagðir hafa særst. Tim Ryan, þingmaður Demókrataflokksins, sagði blaðamönnum í nótt að mikil mistök hefðu verið gerð frá upphafi mótmælanna sem urðu að óreiðum. „Ég tel það nokkuð ljóst að þó nokkrir muni missa vinnuna mjög fljótt,“ hefur Politico eftir Ryan. Hann sagði þetta skömmustulegt fyrir múginn, forsetann og lögregluna. Viðbrögð þykja léttvæg Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu þykja einstaklega léttvæg þegar þau eru borin saman við viðbrögð við mótmælum og óeirðum vegna ofbeldis lögregluþjóna gegn þeldökkum Bandaríkjamönnum í fyrra. Trump neitaði beiðnum um að kalla út þjóðvarðlið Washington DC, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og þurftu starfsmenn Hvíta hússins og ráðgjafar hans að ganga á hann vegna þessa, samkvæmt heimildum New York Times. Áður höfðu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og formaður herforingjaráðsins leitað til Mike Pence, varaforseta, og beðið hann um að heimila útkall þjóðvarðliðsins. Í samtali við Washington Post segir Lezley McSpadden, móðir Michael Brown, sem var skotinn til bana af lögregluþjónum í Ferguson árið 2014, sem leiddi til mikilla mótmæla og stofnunar Black Lives Matter hreyfingarinnar, að viðbrögðin í gær og í nótt hafi verið allt önnur en viðbrögð við mótmælum BLM. „Það var ekkert skotið, engar gúmmíkúlur, ekkert táragas. Við höfum ekki séð neitt svona,“ sagði hún. Hermenn komu meðal annars að því að kveða niður mótmæli í Washington DC í sumar. Mótmælendur sem voru þá að mótmæla ofbeldi lögregluþjóna gegn þeldökkum Bandaríkjamönnum segja mikinn mun á viðbúnaði og viðbrögðum lögreglu vegna mótæla þeirra og óeirða þeirra vegna annars vegar og vegna óeirðanna í gær hins vegar.Getty/Drew Angerer Aðrir sem rætt var við og komið hafa að mótmælum síðasta árs slógu á svipaða strengi. Þá hafi táragasi og öðrum aðferðum verið beitt gegn friðsömum mótmælum en svipaðar aðgerðir hafi ekki sést í Washington. „Við tókumst á við fólk sem leit út eins og hermenn,“ sagði Gregory McKelvey, sem kom að mótmælum í Portland. Hann segist einn af tugum sem voru barðir af þungvopnuðum útsendurum alríkisstofnana þegar þau stóðu í garði nærri alríkisdómshúsi í Portland og mótmæltu dauða George Floyd. „Þeir voru útbúnir fyrir stríð. Þeir voru í brynvörðum faratækjum. Í dag er ég að horfa á löggur á hjólum mæta á vettvang.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bandaríkjaþing staðfestir kjör Bidens og Harris Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 7. janúar 2021 03:25 Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. 7. janúar 2021 01:10 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Það sem hefur vakið hvað mesta furðu þingmanna og almennings er hvernig múgurinn komst svo fljótt og svo auðveldlega inn í þinghúsið. Um tvö þúsund lögregluþjónar starfa á þinginu og þrátt fyrir að lengi hafi legið fyrir að umfangsmikil mótmæli myndu fara fram var lítið um tálma og lögregluþjónar voru ekki í óeirðabúnaði. Sjá einnig: Vaktin - Fjórir látnir eftir árásina á þingið Fólkið streymdi áfram og enginn virtist reyna að stöðva það. Myndbönd og myndir sýna einhverja af lögregluþjónunum stíga til hliðar og jafnvel taka þátt í myndatökum óeirðaseggja. Eitt myndband sem hefur verið í mikilli dreifingu virðist sýna lögregluþjóna hleypa mótmælendum í gegnum tálma og nær þinghúsinu. CAUGHT ON VIDEO: The moment Police allow rioters to storm the US Capitol. #Washington #CapitolHill #DC #DCProtests pic.twitter.com/nxQsbNDdME— Anthony Davis (@theanthonydavis) January 6, 2021 Þegar lögregluþjónar unnu svo að því að vísa múgnum úr þinghúsinu virtust einstaklega fáar tilraunir gerðar til að handtaka einhverja af þeim sem höfðu ruðst inn í þinghúsið og jafnvel lent í átökum við lögregluþjóna. Í heildina voru 52 handteknir og þar af flestir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni í Washington. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru 26 handteknir á lóð þinghússins. Fjórir dóu, þar af ein kona sem var skotin og fjórtán lögregluþjónar eru sagðir hafa særst. Tim Ryan, þingmaður Demókrataflokksins, sagði blaðamönnum í nótt að mikil mistök hefðu verið gerð frá upphafi mótmælanna sem urðu að óreiðum. „Ég tel það nokkuð ljóst að þó nokkrir muni missa vinnuna mjög fljótt,“ hefur Politico eftir Ryan. Hann sagði þetta skömmustulegt fyrir múginn, forsetann og lögregluna. Viðbrögð þykja léttvæg Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu þykja einstaklega léttvæg þegar þau eru borin saman við viðbrögð við mótmælum og óeirðum vegna ofbeldis lögregluþjóna gegn þeldökkum Bandaríkjamönnum í fyrra. Trump neitaði beiðnum um að kalla út þjóðvarðlið Washington DC, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og þurftu starfsmenn Hvíta hússins og ráðgjafar hans að ganga á hann vegna þessa, samkvæmt heimildum New York Times. Áður höfðu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og formaður herforingjaráðsins leitað til Mike Pence, varaforseta, og beðið hann um að heimila útkall þjóðvarðliðsins. Í samtali við Washington Post segir Lezley McSpadden, móðir Michael Brown, sem var skotinn til bana af lögregluþjónum í Ferguson árið 2014, sem leiddi til mikilla mótmæla og stofnunar Black Lives Matter hreyfingarinnar, að viðbrögðin í gær og í nótt hafi verið allt önnur en viðbrögð við mótmælum BLM. „Það var ekkert skotið, engar gúmmíkúlur, ekkert táragas. Við höfum ekki séð neitt svona,“ sagði hún. Hermenn komu meðal annars að því að kveða niður mótmæli í Washington DC í sumar. Mótmælendur sem voru þá að mótmæla ofbeldi lögregluþjóna gegn þeldökkum Bandaríkjamönnum segja mikinn mun á viðbúnaði og viðbrögðum lögreglu vegna mótæla þeirra og óeirða þeirra vegna annars vegar og vegna óeirðanna í gær hins vegar.Getty/Drew Angerer Aðrir sem rætt var við og komið hafa að mótmælum síðasta árs slógu á svipaða strengi. Þá hafi táragasi og öðrum aðferðum verið beitt gegn friðsömum mótmælum en svipaðar aðgerðir hafi ekki sést í Washington. „Við tókumst á við fólk sem leit út eins og hermenn,“ sagði Gregory McKelvey, sem kom að mótmælum í Portland. Hann segist einn af tugum sem voru barðir af þungvopnuðum útsendurum alríkisstofnana þegar þau stóðu í garði nærri alríkisdómshúsi í Portland og mótmæltu dauða George Floyd. „Þeir voru útbúnir fyrir stríð. Þeir voru í brynvörðum faratækjum. Í dag er ég að horfa á löggur á hjólum mæta á vettvang.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bandaríkjaþing staðfestir kjör Bidens og Harris Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 7. janúar 2021 03:25 Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. 7. janúar 2021 01:10 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Bandaríkjaþing staðfestir kjör Bidens og Harris Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02
Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 7. janúar 2021 03:25
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. 7. janúar 2021 01:10