Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 16:15 Zuckerberg og félagar hjá Facebook ætla ekki að gefa Trump færi á að breiða út boðskap sinn á Facebook og Instagram á næstu dögum og vikum. Getty Images/Bill Clark-Pool Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist. Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist.
Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira